Gúgglaði hún Árna?

Í gær fór ég óvenju mildum orðum um Árna Johnsen í bloggi vegna hugulsemi hans gagnvart hinni landlausu Marie Amelie. En líklega hefur stúlkan gúgglað þingmanninn söngelska og tekið þá ákvörðun að flest annað sé skárra en að skulda honum greiða.

Jussanam da SilvaHins vegar er hér á landi hæfileikarík ung kona frá Brasilíu sem raunverulega vill búa hér og starfa, og sækist meira að segja eftir íslenskum ríkisborgararétti. Það er Jussanam da Silva, söngkona og starfsmaður á frístundaheimili, sem Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun hafa markvisst reynt að hrekja úr landi, m.a. með því að framlengja ekki atvinnuleyfi hennar.

Ég held að alþingismenn ættu almennt að beita sér fyrir því að taka Jussanam og öðrum erlendum ríkisborgurum fagnandi, ekki síst þeim sem unnið hafa sér traust og vináttu hérlendis.


mbl.is Amelie vill ekki verða Íslendingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Late bloomer?

Day tripperÉg er ekki frá því að þetta sé sú skynsamlegasta tillaga sem heyrst hefur frá Árna Johnsen síðan 1983 þegar hann tók fyrst sæti á Alþingi. A late bloomer perhaps?
 
Hvernig væri annars að bjóða Julian Assange íslenskan ríkisborgararétt í leiðinni?
 

mbl.is Maria Amelie verði Íslendingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband