Lobbi

Ég hlustaði Guðmund Ólafsson, sérlegan álitsgjafa Morgunútvarpsins, á Rás 2 í morgun. Þar reyndi hagfræðingurinn að gera lítið úr þekkingu Bjarkar á Magma-málinu og AGS og talaði oftar en einu sinni um söngkonur og aflraunamenn með niðrandi tón.

LobbiNú hef ég fylgst býsna vel með þessu tiltekna máli og aðdraganda þess og að mínu mati hefur Björk látið hafa eftir sér mun skynsamlegri ummæli en t.d. Guðmundur hagfræðingur. Satt best að segja finnst mér málflutningur Guðmundar ósköp léttvægur. Reyndar finnst mér það fyrir neðan allar hellur að fræðimaður við HÍ skuli tala á þennan hátt niður til fólks í Ríkisútvarpinu og það án þess að þáttastjórnendur æmti eða skræmti.

Sem dæmi um hæpinn málflutning Guðmundar nefni ég ummæli hans um Magma Energy Sweden. Hann fullyrti að hér væri um eðlilegt fyrirtæki að ræða og sagði að hugtakið "skúffufyrirtæki" ætti alls ekki við. Rökstuðningur hans var sá að fyrirtækið væri ekki stofnað til þess að svíkja undan skatti. Fyrirtæki með engan starfsmann og engan rekstur er semsagt fullgott í augum Guðmundar til að ráðstafa auðlindum á Íslandi í mannsaldur eða lengur.
 
Er kannski kominn tími til að Morgunútvarpið finni sér annan "sérfróðan" álitsgjafa í stað Lobba?

mbl.is Ranglega haft eftir Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband