4.8.2010 | 09:57
Lobbi
Ég hlustaði Guðmund Ólafsson, sérlegan álitsgjafa Morgunútvarpsins, á Rás 2 í morgun. Þar reyndi hagfræðingurinn að gera lítið úr þekkingu Bjarkar á Magma-málinu og AGS og talaði oftar en einu sinni um söngkonur og aflraunamenn með niðrandi tón.
Nú hef ég fylgst býsna vel með þessu tiltekna máli og aðdraganda þess og að mínu mati hefur Björk látið hafa eftir sér mun skynsamlegri ummæli en t.d. Guðmundur hagfræðingur. Satt best að segja finnst mér málflutningur Guðmundar ósköp léttvægur. Reyndar finnst mér það fyrir neðan allar hellur að fræðimaður við HÍ skuli tala á þennan hátt niður til fólks í Ríkisútvarpinu og það án þess að þáttastjórnendur æmti eða skræmti.
![]() |
Ranglega haft eftir Björk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)