Tilmæli

Ég var rétt í þessu að senda eftirfarandi tilmæli til fulltrúa Bláskógabyggðar <hkh@blaskogabyggd.is> og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands <hs@sudurland.is>:

 

Góðan dag.

Ég er eigandi sumarbústaðar í landi Heiðarbæjar og greiði fyrir þjónustu vegna tæmingar á rotþró. Hafandi fylgst með fréttum af framferði Holræsa- og stífluþjónustu Suðurlands ehf vil ég koma á framfæri þeirri skoðun minni að ykkur beri umsvifalaust að svipta þetta fyrirtæki og/eða eiganda þess starfsleyfi.

Í öllu falli get ég alls ekki sætt mig við ef þessi þjónusta verður áfram keypt af sömu aðilum.

Vinsamlegast staðfestið að tilmæli mín verði tekin til umfjöllunar.

Með kveðju,


 


mbl.is „Það er skítalykt af þessu frá a til ö“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband