19.8.2010 | 08:40
Tilmæli
Ég var rétt í þessu að senda eftirfarandi tilmæli til fulltrúa Bláskógabyggðar <hkh@blaskogabyggd.is> og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands <hs@sudurland.is>:
Góðan dag.
Ég er eigandi sumarbústaðar í landi Heiðarbæjar og greiði fyrir þjónustu vegna tæmingar á rotþró. Hafandi fylgst með fréttum af framferði Holræsa- og stífluþjónustu Suðurlands ehf vil ég koma á framfæri þeirri skoðun minni að ykkur beri umsvifalaust að svipta þetta fyrirtæki og/eða eiganda þess starfsleyfi.
Í öllu falli get ég alls ekki sætt mig við ef þessi þjónusta verður áfram keypt af sömu aðilum.
Vinsamlegast staðfestið að tilmæli mín verði tekin til umfjöllunar.
Með kveðju,
![]() |
„Það er skítalykt af þessu frá a til ö“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)