Stjórnsýslugrín

Nefnd um erlenda fjárfestingu er grátt grín. Helst virðist henni ætlað að taka erfiðar ákvarðanir fyrir ráðamenn með valkvíða. Þar sitja 5 einstaklingar, pólitískt skipað fólk sem á að úrskurða um lagaleg ágreiningsefni sem varða fjárfestingar erlendra aðila í auðlindum og flugrekstri. Enginn nefndarmannanna er lögfræðimenntaður sem segir vissulega sína sögu um nefndir sem þessar.

Fallegt veski eftir UnniÍ tilfelli Magma var nokkuð fyrirsjáanlegt að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins myndu gefa grænt ljós. Fulltrúar VG og Borgara/Hreyfingar komust að öndverðri niðurstöðu. Það varð því hlutskipti fulltrúa Samfylkingarinnar,  Unnar G. Kristjánsdóttur, fatahönnuðar og myndmenntakennara frá Sandgerði, að úrskurða í einu heitasta og mikilvægasta deilumáli síðustu ára. Ekki öfunda ég Unni af því hlutskipti.

Þess vegna er það vissulega mikið áhyggjuefni að ríkisstjórnin skuli enn einu sinni ætla að skjóta ákvörðun á frest og forðast að taka pólitíska ábyrgð. Hún ætti einfaldlega að fara að kröfum þeirra fjörmörgu sem sett hafa nafn sitt undir áskorunina á www.orkuaudlindir.is. Þar er skorað á stjórnvöld að koma í veg fyrir söluna á HS Orku og jafnframt skorað á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.

Það er einfaldlega nóg komið af vanhæfri stjórnsýslu á Íslandi.

 


mbl.is Telur Magma-niðurstöðu rétta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband