ÍSK+ÍSK=ÍSK

Hæstiréttur hefur síðasta orðið í lagalegum álitaefnum. Sem betur fer virðist ríkisstjórnin ekki ætla að gera neitt til að skerða rétt brotaþola eins og einn fyrrverandi þingmaður gerði að tillögu sinni. Lán veitt í íslenskum krónum og borguð til baka í íslenskum krónum má ekki verðtryggja við erlenda gjaldmiðla!

Eyvindur G. Gunnarsson er lektor við lagadeild HÍ og hefur manna mest rannsakað umrædd lög, lögskýringargögn, forsendur og dómafordæmi sl. 50 ár. Á vef RÚV stendur m.a.: 

"Eyvindur telur dómana hafa víðtækt fordæmisgildi fyrir öll gengistryggð lán. Þannig nái áhrif dómsins langt út fyrir þessa tvo bílalánasamninga sem dæmt var um og taki þá einnig til húsnæðislána og annarra lána sem eins er ástatt um. Aðalatriðið sé að hafi lántaki fengið íslenskar krónur að láni og greiði til baka miðað við gengi annarra miðla, þá sé það ólögmæt gengistrygging."

"Eyvindur segir dómana staðfesta það réttarástand sem gilt hefur á Íslandi síðustu 50 ár, að gengistryggð lán séu ólögmæt. Hann telur jafnframt að dómarnir muni koma lántökum gengistryggðra lána afar vel. Þannig muni þeir hafa þau áhrif að höfuðstóll lána sem veitt voru miðað við gengistryggingu lækkar verulega. Lánin séu eins og staðan er í dag óverðtryggð og ógengistryggð, þannig að höfuðstóllinn lækkar gríðarlega mikið, og þá væntanlega afborganir."

Loksins örlar fyrir réttlæti í þágu neytenda. Næst á dagskrá er baráttan við verðtrygginguna þannig að aðrir lántakendur sitji ekki eftir í súpunni.


mbl.is Meiriháttar áfellisdómur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband