22.5.2010 | 14:44
Ragnheiður Elín dælir út froðu
Vikulokin á Rás 1 í morgun um bankana:
Ragnheiður Elín Árnadóttir: "Ég er algjörlega ósammála Hallgrími Helgasyni hér við hliðina á mér um það að það sé alltaf best að ríkið eigi þessi fyrirtæki."
Hallgrímur Helgason: "En hvað kenndi hrunið okkur?"
REÁ: "Hrunið kenndi okkur að það var ekki endilega einkavæðing bankanna, vegna þess að það voru bankar sem voru ekki einkavæddir á sínum tíma sem hafa farið illa; bæði hér og annars staðar. Maður má ekki kenna því um."
HH: "Bankarnir fóru á hausinn. Þeir voru seldir eða gefnir óábyrgum mönnum, flokksgæðingum."
REÁ: "Við höfum sagt að varðandi einkavæðinguna að það eru ákveðin atriði þar sem fóru úrskeiðis við framkvæmdina. En einkavæðingin sem slík, ég er ekki tilbúin til að kenna henni um hrun bankanna, og skýrslan er ekki að gera það heldur."
HH: "Mér finnst við ekkert vera að læra af þessu."
og skömmu síðar um einkavæðingu orkuauðlindanna:
Skúli Helgason: "Er þetta ekki dæmigert mál sem ætti erindi inn í þjóðaratkvæðagreiðslu? Vill þjóðin að einkaaðilar...?"
Ragnheiður Elín Árnadóttir: "Svo framarlega meðan að umræðan væri opin og upplýst og ekki á þessum villigötum sem mér finnst umræðan oft verða, með alls konar fullyrðingum t.d. í sambandi við þetta Magma dæmi. Lilja Mósesdóttir kemur upp í ræðustól á þinginu og segir að þetta muni leiða til þess að rafmagnsverð á Suðurnesjum muni hækka. Það er bara akkúrat engin hætta á því og ef að það er, ef að þessi 15% af orkuverðinu sem að HS orka kemur með út í reikninginn (sic.), ef að það myndi hækka, þá get ég sem íbúi í Reykjanesbæ hringt í orkusöluna eða Orkuveitu Reykjavíkur eða einhvern annan."
Frábær hugmynd hjá Ragnheiði Elínu. Úr því sem komið er ættu íbúar Reykjanesbæjar alvarlega að hugsa sinn gang. Hitaveita Suðurnesja var byggð fyrir skattfé þeirra sjálfra. Síðar var hún seld völdum einkaaðilum, fyrst innlendum sem borguðu fleiri tugi milljóna til Sjálfstæðisflokksins og einstakra frambjóðena hans, og síðar erlendum sem við vitum minna um. Nú situr sveitarfélagið eftir með botnlausar skuldir og ekkert orkufyrirtæki. Ein aðaleign Reykjanesbæjar er skuldabréf upp á 5.000 milljónir sem hugsanlega fæst aldrei greitt og mun virka sem snara utan um háls ráðamanna á svæðinu og íbúanna allra.
![]() |
Vopnlausir stjórnmálaflokkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2010 | 12:23
Skilja ekki alvöru málsins
10,5% landsmanna treysta Alþingi samkvæmt síðustu könnun. Það þýðir væntanlega að 89,5% treysta Alþingi að takmörkuðu leyti eða alls ekki. Síðan þá hefur verið flett ofan af röngum og ónákvæmum ásökunum á hendur 9 Íslendingum sem kærðir voru með tilvísun til 100 gr. almennra hegningarlaga, en brot samkvæmt þeirri grein hafa afar hörð viðurlög í för með sér, lágmark 1 ár.
![]() |
Rúða brotin í Alþingishúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |