13.4.2010 | 09:41
Sýndarveruleiki
Á leiðinni heim úr bókabúð í gær mætti ég kunningja mínum á götu. Hann spurði hvað væri títt og ég sýndi honum ofan í pokann með skýrslunni ógurlegu. "Þú ert þó ekki að fara að lesa þetta," sagði hann undrandi, "það vita allir að bankarnir voru ábyrgir!". Ég maldaði í móinn og sagði að stjórnmálamenn væru augljóslega ekki undanskildir. "En bankamennirnir lugu að þeim!" sagði kunningi minn og virtist óhaggandi í skoðun sinni. Að vísu féllst hann á það að "sínir menn", Geir og Árni Matt. hefðu verið óttalegar gungur.
Hafandi séð stóra fyrirsögn Moggans í dag fer ég að óttast að skýrslan muni ekki vera á náttborðunum í Valhöll.
![]() |
Hönd með gullúri kippti honum út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)