15.3.2010 | 12:17
RÁÐGEFANDI stjórnlagaþing, fyrir hverja og með þátttöku hverra?
Í vikunni var haldinn afar áhugaverður fundur undir yfirskriftinni "Sjálfsprottið stjórnlagaþing - Nýr samfélagssáttmáli". Þar tók til máls fólk úr ýmsum áttum með yfirburðarþekkingu á málinu, bæði hámenntaðir lögfræðingar og eins áhugamenn. Öllum nefndarmönnum allsherjarnefndar var boðið bréflega að koma og taka þátt í fundinum en enginn þeirra lét sjá sig nema Þór Saari sem er áheyrnarfulltrúi í nefndinni. Það segir sína sögu um áhuga stjórnmálamanna á þessu mikilvæga máli.
Nú virðist allsherjarnefnd hafa vaknað upp af Þyrnirósarsvefni og hyggst afgreiða hið glataða frumvarp um ráðgefandi stjórnlagaþing úr nefndinni. Engin raunveruleg umræða hefur farið fram um þetta frumvarp, hvorki í fjölmiðlum né meðal almennings. Frumvarpið er meingallað að flestu leyti líkt og við var að búast og er í raun eins konar mini-Alþingi. Ef dæma á út frá frammistöðu Alþingis sl. áratugi í endurskoðun á stjórnarskránni gefur þetta fyrirkomulag hreint ekki mikla ástæðu til bjartsýni.
En sem betur fer er almenningi frjálst að setja á stofn sitt eigið stjónlagaþing án þátttöku stjórnmálaflokka, sérhagsmunasamtaka og trúfélaga.
![]() |
Viðbúið að hundruð frambjóðenda stígi fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |