Óumdeild ?!?

"Það er full samstaða um Búðarhálsvirkjun" sagði Katrín Júlíusdóttir og þar af leiðir að VG styðja líklega þessa framkvæmd.

Ég skora á talsmenn flokks sem kallar sig "Grænt framboð" að lýsa því yfir opinberlega að þeir styðji framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun að því gefnu að orkan fari í álbræðslu eða aðra mengandi stóriðju. Ef svo er þá tel ég að umhverfissinnað fólk þurfi að finna sér aðra fulltrúa og trúverðugri.

Alcan - hver slær hendinni á móti svona vinnu?"Alcan er starfandi fyrirtæki hér á landi" sagði Katrín og vill efla það með aukinni álbræðslu. Ekki er langt síðan rúmur helmingur kjósenda felldi áform um stækkun álversins í Straumsvík en nú á víst að kjósa aftur og síðan enn aftur ef ekki fæst samþykki fyrir því. Um hvað á annars að kjósa, stækkun álversins eða deiliskipulag? Framkoma Samfylkingarfólks í Hafnarfirði er ekki til eftirbreytni.

Annars vísa ég til fyrri pistla minna um sömu virkjun og tilvistarkreppu VG.


mbl.is Virkjunin gangsett 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rykfallin skjöl

Frá SultartangaÚrskurður Skipulagsstofnunar frá því í maí 2001. Það var áður en ráðist var á tvíburaturnana í New York og löngu áður en hin viljuga þjóð Íslendingar studdi innrásina í Írak og fjöldamorð þar á saklausu fólki.

Skyldi Landsvirkjun eiga fleiri svona tromp uppi í erminni? Samninga Fossafélagsins Títan við sunnlenska bændur frá því um 1930? Ekki er vanþörf á því ef metta á Straumsvík, Helguvík og síðast en ekki síst kartöflukísilflöguverksmiðju í Þorlákshöfn.

Sjá nánar um Búðarhálsvirkjun hér.


mbl.is Útboð vegna Búðarhálsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband