14.12.2010 | 20:49
Jólagjöfin í ár
Ég er búinn að ákveða jólagjöf handa mér sjálfum í ár. Hún fór í póst í kvöld:
(Til viðskiptabanka minna og greiðslukortafyrirtækja),
Ég undirritaður hef að vandlega athuguðu máli ákveðið að hætta öllum viðskiptum við kortafyrirtæki og fjármálafyrirtæki sem á einn eða annan hátt standa í vegi fyrir starfsemi Wikileaks og upplýsingamiðlun til almennings. Þess vegna tilkynni ég hér með að öllum kortum á mínu nafni sem útgefin eru í nafni VISA, MasterCard eða af sömu rekstraraðilum skuli lokað frá og næstu áramótum eða við fyrsta mögulega tækifæri.
Ég lýsi ennfremur megnustu óánægju minni vegna framferði þessara fyrirtækja í krafi aðstöðu sinnar og sérhagsmuna.
Með kveðju,
(Sign.)
Ég hvet þá sem þetta lesa til að íhuga það sama.
![]() |
Assange enn í haldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2010 | 20:00
Sumir eru jafnari en aðrir
Á Íslandi ganga ræningjar og landráðamenn lausir og reka tunguna framan í skattpínda og skuldum vafna landa sína. Klíka með tök innan gömlu bankanna sem sópaði að sér lygilegum fjármunum, tók "lán" í stórum stíl sem voru send til fjarlægra landa og afskrifuð samdægurs. Leiðtogi þessarar klíku segir nú kotroskur að hann muni höfða skaðabótamál gegn þeim sem reyna að endurheimta góssið. Svo maður vitni nú í mæðulegan forsætisráðherrann:
"Ég held að í þessu skelfilega hruni sem þjóðin varð fyrir þá sé aldrei hægt að tala um neinn jöfnuð eða réttlæti ég held bara að við stöndum frammi fyrir því." (*)
Er ef til vill kominn tími á að fólk taki sjálft lögin í eigin hendur?
(*) Úr viðtali í Síðdegisútvarpi Rásar 2, 3. desember, í umræðu um skuldavanda sumra heimila.
![]() |
Höfðar líklega skaðabótamál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)