Marinó á þakkir skildar

Mig langar að þakka Marinó G. Njálssyni innilega fyrir að standa vaktina fyrir hönd lántakenda og heimila sem eru aðframkomin af síhækkandi skuldum og greiðslubyrði. Mér skilst að Marinó sé í fullri vinnu annars staðar og nýti frítíma sinn til að standa í þessari baráttu. Marinó mætir alltaf vel undirbúinn í viðtöl og hefur að öðrum ólöstuðum sett sig betur inn í þessi mál en margur maðurinn sem flaggar fínum titli.

mbl.is Vill enn flata niðurfærslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EuRÚVision

Sú hugsun verður stöðugt áleitnari á hvaða vegferð RÚV er. Góðum fréttamönnum er sagt upp eða synjað um fastráðningu. Stofnunin sem hefur ríkum skyldum að gegna samkvæmt sérstökum lögum og þiggur fyrir það skattfé frá almenningi ætlar ekki að vera með neinar kynningar á frambjóðendum til stjórnlagaþings. Alls engar! Í stað þess að grípa það fegins hendi að senda út ótal margar ódýrar klukkustundir af umræðum um efni stjórnarskrárinnar ætlar stofnunin að segja pass og senda út lélegar amerískar sápuóperur og endursýna áramótaskaup frá síðustu öld.

Toppurinn hjá RÚVÉg á örlítinn hlut í Ríkisútvarpinu ohf og mér er ekki sama um það hvernig ákvarðanir eru teknar þar á bæ. Reyndar tel ég stjórnendur hafa klúðrað málum oftar og meir en þeir ættu að fá tækifæri til. Sú ákvörðun að reka hinn ágæta fréttamann Þórhall Jósepsson fyrir bókaskrif er dæmi um slíkt.


mbl.is Bókaskrif leiddu til uppsagnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband