10.11.2010 | 20:48
Marinó á þakkir skildar
![]() |
Vill enn flata niðurfærslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2010 | 00:01
EuRÚVision
Sú hugsun verður stöðugt áleitnari á hvaða vegferð RÚV er. Góðum fréttamönnum er sagt upp eða synjað um fastráðningu. Stofnunin sem hefur ríkum skyldum að gegna samkvæmt sérstökum lögum og þiggur fyrir það skattfé frá almenningi ætlar ekki að vera með neinar kynningar á frambjóðendum til stjórnlagaþings. Alls engar! Í stað þess að grípa það fegins hendi að senda út ótal margar ódýrar klukkustundir af umræðum um efni stjórnarskrárinnar ætlar stofnunin að segja pass og senda út lélegar amerískar sápuóperur og endursýna áramótaskaup frá síðustu öld.
Ég á örlítinn hlut í Ríkisútvarpinu ohf og mér er ekki sama um það hvernig ákvarðanir eru teknar þar á bæ. Reyndar tel ég stjórnendur hafa klúðrað málum oftar og meir en þeir ættu að fá tækifæri til. Sú ákvörðun að reka hinn ágæta fréttamann Þórhall Jósepsson fyrir bókaskrif er dæmi um slíkt.
![]() |
Bókaskrif leiddu til uppsagnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)