Nýtt Alþingi á Þingvöllum

Ég spái að Þráinn muni setja atómkraft í þessa Þyrnirósarnefnd og jafnvel endurreisa Alþingi á Þingvöllum fyrr en varir. Ef ekki, þá allavega eitthvað skárra en pulsusjoppuna sem er það eina sem ferðamönnum býðst.
 
Svo þarf að drífa í að skikka Bakkabræður til að hreinsa draslið sem þeir skildu eftir sig á lóðinni við Valhallarstíg og afturkalla byggingarleyfi á sumarhöllinni sem þeir voru byrjaðir að byggja.

mbl.is Þráinn í Þingvallanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæft Alþingi

Það stendur illilega í forystumönnum stjórnmálaflokkanna að taka mótmæli síðustu daga til sín. Það er augljóslega verið að mótmæla ríkisstjórninni og gagnslausum úrræðum hennar til að bjarga skuldugum heimilum.

Það er líka verið að mótmæla forystumönnum gömlu flokkanna í stjórnarandstöðu sem báðir eru synir auðmanna sem nýtt hafa pólitísk sambönd sín til að hagnast gífurlega. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins er gift forstjóra Alcoa og fyrrverandi varaformaður fékk niðurfellda marga milljarða skuld. Engir nema sannir flokksdindlar vilja sjá þetta fólk nálægt stjórnkerfinu.

Svo er klárlega verið að mótmæla afturgöngum úr hrunstjórninni sem sá ekki einu sinni sóma sinn í að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um ráðherraábyrgð. Með því framferði hélt það hlífiskyldi yfir 3 fyrrverandi félögum sínum og brugðu sér í hlutverk dómara.

Síðast en ekki síst er verið að mótmæla framferði bankanna sem eru eins og ríki í ríkinu og höggva menn í spað meðan að sérstakir vildarvinir og innvígðir fá að velja sér eignir og fyrirtæki af matseðli.

Ég spái því að tíðinda verði að vænta strax í þessari viku. Það er mjög mikil ókyrrð í fólki og stuttur kveikiþráður í mörgum. Það væri verulega leitt ef það þyrfti raunverulega að koma til blóðsúthellinga á Íslandi til að bæta ástandið.


mbl.is Vilja ekki breyta um stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband