23.10.2010 | 19:31
Hjá flestum íslenskum fjölmiðlum er enn árið 2007
Fréttamaðurinn Kristinn Hrafnsson sést á þessum myndum, enda starfar hann með Wikileaks í þessari mestu uppljóstrun sögunnar, allavega hvað varðar upplýsingamagn. Yfirmenn RÚV kærðu sig ekki um að hafa Kristin áfram í starfi þrátt fyrir alla hans miklu reynslu og hæfileika. Reyndar kærðu þeir sig heldur ekki um að vera á meðal örfárra fjölmiðla á heimsvísu sem fengu séraðgang að skjölum Wikileaks í sumar. Segir það ekki sína sögu um stöðu þessara mála á Íslandi?
Á hverjum degi dynja upplýsingar á íslenskum almenningi sem settar eru fram gagnrýnislaust og varla gerð tilraun til að kanna hvort viðmælendur fari frjálslega með staðreyndir. Ráðherrar fá ekki einu sinni erfiðar spurningar þegar þeir tafsa og fara með staðlausa stafi. Viðmælendur fréttamanna eru oftar en ekki í launuðu starfi sem fjölmiðlafulltrúar fyrirtækja og sérhagsmunafélaga. Lærðu menn virkilega enga lexíu af greiningardeildum bankanna sálugu?
Fréttin hér segir að Julian Assange óttist leyniþjónustur. Hvað skyldu íslenskir fjölmiðlamenn helst óttast? Að vera sagt upp störfum ef þeir eru of gagnrýnir?
![]() |
Assange óttast leyniþjónustur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)