Hvað gera Íslendingar?

Á meðan að Íslendingar hringsnúast  hver um annan þveran í umræðum um þjóðaratkvæðagreiðslur, framtíð ríkisstjórnarinnar og hlutverk forsetans munu fulltrúar breskra og hollenskra stjórnvalda leita til ESB. Það sem ég óttast mest er að við gleymum okkur enn eina ferðina í þrasi hér á heimavelli á meðan að það sem mestu máli skiptir fer forgörðum.

Lagt á vogarskálirVið verðum að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri að við erum ekki að hlaupast frá öllum skyldum og skuldbindingum. Íslenskur almenningur tekur hins vegar ekki í mál að bera mestan skaða af misheppnuðu mikilmennskubrjálæði örfárra fjárglæframanna og reglugerð sem ESB færði okkur án þess að við gerðum okkur grein fyrir verstu mögulegu afleiðingum hennar. Það verður að tala okkar máli á æðstu stöðum innan ESB strax í dag eða á morgun til að koma í veg fyrir að við verðum gerð að blóraböggli. Þetta er ekki bara spurning um peninga og tryggingar, heldur líka réttlæti og mannréttindi.


mbl.is Bretar leita til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísir að byltingu?

Ólafur Ragnar Grímsson hélt sína árvissu ræðu á nýársdag þar sem hann á köflum talaði eins og kurteis byltingarsinni. Það hefði verið í hæsta máta undarlegt ef forsetinn hefði nú ákveðið að þjóðin ætti ekki að eiga síðasta orðið í þessu martraðarkennda Icesave-máli sem tekið hefur mestan tíma Alþingis sl. mánuði.

Við, fólkið í þessu landi...Það er auðvitað með ólíkindum að ekki hafi enn verið sett nein lög um þjóðaratkvæðagreiðslur og eykur það vissulega á óvissuna núna. Eftir synjun forsetans á fjölmiðlalögunum 2004 gafst færi á að bæta úr því en síðan eru liðin meira en 5 ár. Þetta sýnir hversu illa er komið fyrir okkur sem þjóð með úrelta stjórnarskrá, vanhæfa stjórnsýslu og stjórnmálaflokka sem hugsa alltaf fyrst um sig og sína.

Látum þetta vera upphafið að byltingu sem færir okkur nýja stjórnarskrá, faglega stjórnsýslu og aukið lýðræði. Til hamingju með daginn.


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband