Brennuvargar og besserwisserar

Fyrir 6 mánuðum síðan var það varla að fjölmiðlar gætu borið nafn Borgarahreyfingarinnar óbrenglað fram ef þeim þá þóknaðist að hafa hana með í umfjöllunum um stjórnmálaflokka. Nú er öldin önnur en óneitanlega leitt að sjá svo mikla neikvæða umfjöllun um þessa "nýju" hreyfingu. Í tilefni af því vil ég bara benda á þá augljósu staðreynd að Borgarahreyfingin er eina stjórnmálahreyfingin á Alþingi sem ekki getur mögulega átt neina sök á því hvernig komið er fyrir þjóðinni

BúsáhöldinStrax eftir kosningar fór fýldur besserwisser hér á netinu að kenna bæði Friðrik Þór Guðmundsson og mig við svokallaðan "Þráins-arm" í Borgarahreyfingunni. Ég man hvað mér þótti þetta fjarstæðukennt rugl í manninum enda taldi ég mig vera í góðri sátt við alla þingmenn og aðra félagsmenn.

Nú 5 mánuðum síðar mætti hugsanlega tala um e-s konar "Þráins-arm", þó ekki innan Borgarahreyfingarinnar heldur einungis innan Félags Þinghóps Borgarahreyfingarinnar (sem fjórmenningarnir stofnuðu sjálf) en Þráinn sagði sig úr því félagi með yfirlýsingu á Alþingi. Mér vitanlega eru ekki fleiri en Þráinn í þessum "armi" enda eru einungis 4 félagar skráðir í umræddu félagi. Klofningurinn er því ekki innan Borgarahreyfingarinnar.

Um næstu helgi verður haldið Borgaraþing/landsfundur hreyfingarinnar. Þar verða samþykktar nýjar og ítarlegar reglur fyrir félagið og ný stjórn kosin sömuleiðis. Ég undirritaður er í hópi fólks sem vill að Borgarahreyfingin einbeiti sér að því sem hún var stofnuð til, að vera öflug grasrótarsamtök með fótgönguliða á Alþingi. Við kynnum nú framboð okkar til stjórnar með sameiginlega framtíðarsýn fyrir hreyfinguna en bjóðum okkur fram sem einstaklingar hvert fyrir sig. Ég á von á hressum fundi þar sem fólk liggur ekki á skoðunum sínum. Það verður ekkert halelúja eins og tíðkast á sumum bæjum.

Ég bið fólk að hugsa sig um tvisvar áður en það leggst í þann forarpytt að rakka niður Borgarahreyfinguna. Er virkilega engra breytinga þörf í þessu þjóðfélagi eða er brennuvörgunum best treystandi til þess að lagfæra tjónið?

 


mbl.is Á von á átakafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband