Fangar í eigin landi?

Þegar ég horfði á þetta myndskeið um "fangana" í Kringlunni tók ég eftir því að Þóra Kristín Ásgeirsdóttir var ekki höfundur fréttarinnar og þulur. Hún hefur staðið sig með afburðum vel og haldið uppi tiltrú minni á því að Mogginn og mbl.is sé ekki áróðursmálgagn nema rétt í aðdraganda kosninga.

Á öðrum stað og stundMér finnst það fréttnæmt að formanni Blaðamannafélags Íslands sé sagt upp störfum þó svo að ritstjóra mbl.is (hver sem það er) finnist það ekki, sjá hér. Einnig að öðrum frábærum blaðamönnum sé sagt upp af pólitískum ástæðum, sjá hér. Nú má líklegast enginn sem aðhyllist ESB vinna þar lengur.

Það þarf að ríkja viss trúnaður milli fjölmiðlafólks og almennings svo að mark sé takandi á miðlinum. Frétt um tilgangslaust uppátæki í Kringlunni skiptir litlu máli en vissulega væri hægt að ímynda sér dýpri túlkun án mikils ímyndunarafls.

Það sem nú á sér stað á elsta fjölmiðli landsins kallast pólitískar hreinsanir og ég held að Franco hefði varla gert þetta öðruvísi miðað við stað og stund.


mbl.is Fangar í verslunarmiðstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband