Sínum augum lítur hver silfriđ

Hversu oft hef ég ekki hringt á fréttastofu RÚV eđa sent tölvupóst til ađ tilkynna um ţađ sem mér finnst fréttnćmt. Sjaldan eđa aldrei hef ég fengiđ nokkur viđbrögđ viđ ţví.

Í gćrkvöldi sat ég félagsfund hjá Borgarahreyfingunni ţar sem einn félagsmađur bađ um orđiđ og las upp ádrepu ţar sem hann gagnrýndi bćđi stjórn hreyfingarinnar og ţinghóp fyrir vinnubrögđ og skort á lýđrćđislegum vinnubrögđum milli ţess sem hann hrósađi sömu ađilum fyrir störf sín innan Alţingis og utan. Sumt var ađ mínu mati réttmćt gagnrýni, annađ óréttmćtt og inn á milli bćđi ýkjur og ósannindi. Út frá ţessu spunnust heitar umrćđur og skiptar skođanir látnar í ljós en í lok fundarins var ekki annađ ađ sjá en flestir fćru sáttir heim.

Fréttastofu "allra landsmanna" finnst ţađ fréttnćmt ađ fólk innan Borgarahreyfingarinnar skiptist á skođunum. Á sama tíma er grafalvarlegt ástand á mörgum heimilum og mikil óvissa í fjármálum ríkisins. Margt ungt fólk flýr nú landiđ í von um bjartari framtíđ annars stađar. Útrásarvíkingarnir spóka sig í sólinni á Cannes og hafa engar áhyggjur af "mjög sérstökum" saksóknara efnahagsbrota sem hefur ekki enn haft fyrir ţví ađ kalla ţá inn til yfirheyrslu. Sínum augum lítur hver silfriđ.


mbl.is Átakafundur hjá Borgarahreyfingunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 25. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband