25.5.2009 | 15:26
Sínum augum lítur hver silfriđ
Hversu oft hef ég ekki hringt á fréttastofu RÚV eđa sent tölvupóst til ađ tilkynna um ţađ sem mér finnst fréttnćmt. Sjaldan eđa aldrei hef ég fengiđ nokkur viđbrögđ viđ ţví.
Í gćrkvöldi sat ég félagsfund hjá Borgarahreyfingunni ţar sem einn félagsmađur bađ um orđiđ og las upp ádrepu ţar sem hann gagnrýndi bćđi stjórn hreyfingarinnar og ţinghóp fyrir vinnubrögđ og skort á lýđrćđislegum vinnubrögđum milli ţess sem hann hrósađi sömu ađilum fyrir störf sín innan Alţingis og utan. Sumt var ađ mínu mati réttmćt gagnrýni, annađ óréttmćtt og inn á milli bćđi ýkjur og ósannindi. Út frá ţessu spunnust heitar umrćđur og skiptar skođanir látnar í ljós en í lok fundarins var ekki annađ ađ sjá en flestir fćru sáttir heim.
Fréttastofu "allra landsmanna" finnst ţađ fréttnćmt ađ fólk innan Borgarahreyfingarinnar skiptist á skođunum. Á sama tíma er grafalvarlegt ástand á mörgum heimilum og mikil óvissa í fjármálum ríkisins. Margt ungt fólk flýr nú landiđ í von um bjartari framtíđ annars stađar. Útrásarvíkingarnir spóka sig í sólinni á Cannes og hafa engar áhyggjur af "mjög sérstökum" saksóknara efnahagsbrota sem hefur ekki enn haft fyrir ţví ađ kalla ţá inn til yfirheyrslu. Sínum augum lítur hver silfriđ.
![]() |
Átakafundur hjá Borgarahreyfingunni |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |