Sjáið og heyrið í fólkinu á bak við XO

Það er afrek út af fyrir sig að klára alla framboðslista Borgarahreyfingarinnar. 126 frambjóðendur víðs vegar um landið hafa lagt nafn sitt við stefnumál hreyfingarinnar og raunar enn fleiri því að færri komust að en gáfu kost á sér. Sjáið og heyrið í nokkrum þeirra hér fyrir neðan. Þar má sjá Herbert, Lilju, Þór, Birgittu, Gunnar, Baldvin, Jóhann og Margréti.

 

 

Hér eru svo nöfn efstu fimm í hverju kjördæmi:

Reykjavík Norður
1. Þráinn Bertelsson, rithöfundur.
2. Katrín S. Baldursdóttir, listakona.
3. Jóhann Kristjánsson, rekstrarhagfræðingur.
4. Anna B. Saari, kennari.
5. Sigurður Hr. Sigurðsson, hljóðmaður.

Reykjavík Suður
1. Birgitta Jónsdóttir, skáld.
2. Baldvin Jónsson, námsmaður.
3. Sigurlaug Ragnarsdóttir, listfræðingur.
4. Hannes I. Guðmundsson, lögfræðingur.
5. Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur.

Suðvestur (Kraginn)
1. Þór Saari, hagfræðingur.
2. Valgeir Skagfjörð, leikari.
3. Ingifríður R. Skúladóttir, vörustjóri.
4. Ragnheiður Fossdal, líffræðingur.
5. Sigríður Hermannsdóttir, líffræðingur.

Norðvestur (NV)
1. Gunnar Sigurðsson, leikstjóri.
2. Lilja Skaftadóttir, framkvæmdastjóri.
3. Guðmundur A. Skúlason, rekstrarfræðingur.
4. Ingibjörg S. Hagalín, húsmóðir.
5. Þeyr Guðmundsson, verkamaður.

Norðaustur (NA)
1. Herbert Sveinbjörnsson, kvikmyndagerðarmaður.
2. Björk Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri.
3. Hjálmar Hjálmarsson, leikari.
4. Ragnhildur A. Hjartardóttir, námsmaður.
5. Rakel Sigurgeirsdóttir, kennari.

Suður
1. Margrét Tryggvadóttir, ritstjóri/rithöfundur.
2. Jón Kr. Arnarson, verkefnastjóri.
3. Hildur Harðardóttir, leiðsögumaður.
4. Ragnar Þór Ingólfsson, verslunarmaður.
5. Þórhildur Rúnarsdóttir, sérfræðingur.

 

Borgarahreyfingin XO fyrir lýðræði gegn flokksræði!


mbl.is Borgarahreyfingin býður fram í öllum kjördæmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband