8.3.2009 | 10:24
Of margar frábærar konur fyrir einn flokk
Það er nokkuð athyglisvert að VG félagar í Reykjavík virðast sjá þörf á talsverðri endurnýjun þrátt fyrir að enginn úr þeirra forystu geti talist ábyrgur fyrir efnahagshruninu. Reyndar er það nú svo að prófkjör eða forval eins og þetta byggist að nokkru leyti á því að vinir og vandamenn frambjóðenda ganga í flokkinn og kjósa viðkomandi. Það eru því töluverðar líkur á því að tengslanet frambjóðenda skipti máli og er það út af fyrir sig góður rökstuðningur fyrir því að hér þurfi að taka upp persónukjör í alþingiskosningum. Hvernig líður annars því máli inni á Alþingi?
Annað sem vekur athygli er að konur skipa flest efstu sætin. Þetta þýðir líklega það að karlar muni ýta konum neðar á listanum vegna fléttufyrirkomulags. Þannig munu Árni Þór Sigurðsson og Ari Matthíasson væntanlega báðir flytjast uppfyrir Lilju Mósesdóttur sem þó hlaut mjög góða kosningu í 2. sæti. Vissulega ósanngjarnt því að það mun ekki auka hlut kvenna inni á Alþingi.
Á meðan að frábærar konur flykkjast á listana á vinstri vængnum hjá VG og Samfó er skortur á þeim hægra megin í gömlu spillingarflokkunum.
![]() |
Lokatölur komnar hjá VG í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |