17.3.2009 | 08:16
Endurnýjunin, hvar verður hún?
Það er fullyrt að talsverð endurnýjun verði á Alþingi á næsta kjörtímabili. Úrslit í prófkjörum helgarinnar benda hins vegar til þess að nýliðun verði mjög lítil á framboðslistum fjórflokksins. Sjö efstu menn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sitja t.a.m. allir á þingi.
Í sumum tilfellum felst svokölluð endurnýjun í því að bæjarstjórar eða borgarfulltrúar færi sig um set eða þá að innanbúðarmenn og innvígðir flokksmenn færist skör ofar í goggunarröðinni. Í fæstum tilvikum fá nýliðar að spreyta sig enda ekki fólk sem hlotið hefur blessun flokkseigendanna.
Reyndar má líta svo á að flokksmenn hafi hafnað flokkunum eins skrýtið og það hljómar. Kjörsókn var mjög lítil, rétt um 40%, sem hlýtur að teljast mikið áfall. Þegar flokksbundið fólk mætir ekki á kjörstað er eitthvað mikið að. Skyldi þetta vera vísbending um lítinn áhuga eða að fólk sé í stórum stíl að íhuga aðra valkosti?
![]() |
Endurnýjun á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)