15.3.2009 | 09:43
Sjálfstæðiskonur
Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík koma varla á óvart. Sitjandi þingmenn eru í öllum efstu sætum. Fyrsti nýliðinn er í 8. sæti! Ennfremur eru konur ekki hátt skrifaðar hjá þeim sem tóku þátt í prófkjörinu, sérstaklega ekki í efstu sætum. Efsta konan í 4. sæti er eiginkona forstjóra Alcoa á Íslandi sem ætti að teljast vanhæf vegna tengsla sinna. Hvernig ætlar hún að gæta hlutleysis í umræðu um álver og stóriðju?
Hvað er þetta annars með Sjálfstæðisflokkinn og konur? Það er eftirminnilegt þegar læknirinn og umhverfisverndarsinninn Katrín Fjeldsted bauð sig fram í prófkjöri og lenti úti í kuldanum í 12. sæti. Hafa karlkyns Sjálfstæðismenn sýnt að þeir séu starfi sínu vaxnir þegar mikið liggur við? Eða eru þeir ef til vill steingerðir kerfiskarlar sem hafa helst það hlutverk að standa vörð um sérhagsmuni flokkeigenda og stöðva framgöngu ýmissa þjóðþrifamála? Ég fæ ekki betur séð en að framvarðasveit flokksins í Reykjavík muni berjast gegn aðildarviðræðum við ESB og vilja halda Íslandi einangruðu í krumlum sérhagmunasamtaka eins og LÍÚ.
Skyldu ábyrgar konur ætla að kjósa þessa sömu karla þann 25. apríl?
![]() |
Prófkjörið kostaði 442 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)