Munu draumarnir rætast?


Draumalandið mun vonandi hrista nægilega upp á fjölmiðlum og fólki til að setja grænu málin á dagskrá í kosningunum. Oft er talað um að kjósendur kjósi með buddunni og þá gefið í skyn að fyrst og síðast láti fólk loforð um aukið ráðstöfunarfé ráða vali sínu í kjörklefanum. En eins og málin standa í dag er ólíklegt að nokkur stjórnmálamaður muni veifa loforðum um skattalækkanir eða annað í svipuðum dúr.

Hvert liggur leið?Það hlýtur að vera hægt að draga einhvern lærdóm af stefnu sl. tveggja áratuga þar sem stóriðja var lausnarorðið. Framleiðsla landsins var ál og aftur ál en annars konar framleiðslu ýtt í burtu og hún í mörgum tilfellum lögð niður. Eggin voru sett í sömu körfuna þrátt fyrir að flestir viti að það sé rangt og allt of áhættusamt. Kvótinn var veðsettur upp í topp og bankakerfið byggt ofan á þeirri skuldasúpu með sívaxandi skuldum, fölsuðum hagtölum, enn meiri skuldum og að lokum fjársvikastarfsemi til að halda vitleysunni áfram.

Það eina sem við eigum skuldlaust í dag er náttúran (þó ekki fiskurinn í sjónum), menning og hæfileikaríkt fólk. Fólkinu fer fækkandi ef ekki verður breytt um gír hjá stjórnvöldum og hætt lausnir eins og "eitt álver í viðbót" og olíuhreinsistöð. Hér er bæði aðstaða og þekking til að byggja upp "grænt hagkerfi" þar sem náttúra og umverfi er sett í öndvegi en ekki litið á það sem nauðsynlegan fórnarkostnað.

Draumalandið má til með að verða að veruleika.


mbl.is Fyrsta sýnishorn úr Draumalandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband