3.2.2009 | 16:45
"Óskiljanleg pólitísk heimska"
Ef svo margir Íslendingar telja réttlætanlegt að hefja hvalveiðar væri ekki úr vegi að þeir hugleiði það sem fram kemur í þessum ágæta pistli Arthúrs Björvins Bollasonar frá Þýskalandi um íslenska bankakerfið sem fluttur var á Rás 1 í gær. Í lokin sagði Arthúr:
"Því er svo við að bæta að það andaði raunverulega köldu í fyrsta sinn í gerð Íslendinga í þýskum fjölmiðlum þegar þær fregnir bárust að nú væri ætlunin að hefja hvalveiðar að nýju. Fjölmiðlar hér voru sammála um að þetta væri köld gusa framan í ýmsar vinaþjóðir Íslendinga og óskiljanleg pólitísk heimska, einkum við þær aðstæður sem nú ríkja."
Það er umhugsunarefni að svo stór hluti þjóðar sem misst hefur allt traust frændþjóða vilji halda áfram á svipaðri braut.
![]() |
Meirihluti fylgjandi hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.2.2009 | 15:56
Ó-hreinsanir
Birgir Ármannsson er geirfugl. Hann er sú tegund stjórnmálamanna sem nú eru í bráðri útrýmingarhættu.
"Þetta er einsdæmi held ég í íslenskri sögu, allavega á síðustu árum, að ný ríkisstjórn komi til valda og tali um hreinsanir með þessum hætti og mér finnst það hafa svona frekar ógeðfelldan blæ á sér."
Ef það er hreinsun að setja af óhæfa pólitískt ráðna embættismenn hvað kallast það þá að koma þeim til valda? Óhreinkun eða óhreinsanir?
![]() |
Pólitískar hreinsanir og heift |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)