Hver er fremstur?

Fremstur???Það er nokkuð skondið að "FREMSTI FRÉTTASKÝRINGAVEFUR LANDSINS", hvorki meira né minna, skuli ekki minnast einu orði á þessa upphefð Þóru Kristínar. Einhverra hluta vegna virðist Óli Björn, ritstjóri AMX ekki sjá ástæðu til að minnast á það þegar kollegi hans fær viðurkenningu fyrir "vandaðar fréttir á mbl.is þar sem hún nálgaðist frumlega málefni líðandi stundar og netmiðillinn var nýttur með nýjum hætti í íslenskri fjölmiðlun."
 
Í ljósi þess hve umræddur fréttaskýringavefur er afskaplega hliðhollur  Sjálfstæðisflokknum er nokkuð sérstakt að Óli Björn Kárason skuli hafa sagt þeim til syndanna skömmu fyrir bankahrunið. Sú gagnrýni er nú á bak og burt.
 
Til hamingju Þóra Kristín og haltu áfram á sömu braut.

mbl.is Þóra Kristín blaðamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband