22.12.2009 | 09:48
Þingmenn efast ei
Það er nokkuð fyrirsjáanlegt að flestir þingmenn munu ekki láta þetta lögfræðiálit breyta sannfæringu sinni. Reyndar er það mér til efs að þeir ómaki sig við lestur þess enda er það nokkuð langt og tæknilegt og líklegt til að trufla jólastemminguna. 7 ár eru jú líka langur tími í íslenskum stjórnmálum.
![]() |
Lagalegur efi um skuldbindingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.12.2009 | 00:27
Ríkisútrásarvarpið
Kastljósið var ágætt í upphafi en síðan eru liðin mörg ár. Nú orðið á það meira skylt við Stundina okkar...
Á sínum tíma var Þórhallur Gunnarsson ráðinn sem ritstjóri Kastljóssins án þess að staðan væri auglýst. Flestir ef ekki allir umsjónarmenn Kastljóss voru einnig ráðnir án auglýsingar. Nokkrum mánuðum síðar var Þórhallur ráðinn sem yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar án þess að sú staða væri auglýst. Þar hefur hann nánast því einræðisvald um það hvernig opinbert fé er nýtt til dagskrárgerðar, það er ekki einu sinni nefnd honum til ráðgjafar.
Hvernig væri annars að RÚV færi að auglýsa stöður umsjónarmanna, deildarstjóra og millistjórnenda, bara svona til tilbreytingar? Auðvitað eiga sömu reglur að gilda um RÚV og annan opinberan rekstur. Alls staðar lifir klíkusamfélagið góðu lífi.
![]() |
Kastljós kostar 130 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)