28.11.2009 | 14:35
Talar tungum tveim
Það er auðvitað magnaður flokkur sem talar fyrir nýjum kosningareglum (sem gera prófkjör óþörf) inni á Alþingi en efnir á sama tíma til prófkjöra eins og ekkert sé eðlilegra. Þetta er gott dæmi um stjórnmálaflokk sem segir eitt en meinar annað; í orði segjast þau vilja vernda náttúru landsins en á borði vilja þau hrinda burt öllum hindrunum fyrir stjórnlausri stjóriðju.
Sjá pistil minn um kosningafrumvarpið frá því í morgun.
![]() |
Samfylking með prófkjör í Mosfellsbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2009 | 13:17
Ertu með (gullfiskaminni)?
Það hefur borið töluvert á því að femínistar leggist gegn frumvarpi um breytt kosningalög, iðulega kennt við persónukjör (sem er ekki réttnefni því kosið verður fyrst og fremst á milli lista). Með því móti hljóta þær að leggja blessun sína yfir það að Framsóknarflokkurinn vilji setja karl í fyrsta sætið og konu í annað.
Annars finnst mér það með ólíkindum að lýðræðislega þenkjandi fólk skuli reyna að stoppa þetta frumvarp af því:
- það gangi of stutt í átt til persónukjörs
- það tryggi ekki jafnrétti kynja
- það sé of stutt til kosninga (ennþá 6 mánuðir en styttist auðvitað)
- það hafi ekki fengið nægilega umræðu (er nú lagt fram í þriðja sinn)
- það sé ekki forgangsmál á tímum sem þessum
- það bjóði ekki endilega upp á réttustu aðferðina
Stjórnmálamenn eru greinilega vanhæfir til að fjalla um réttindi almennings því að flestir þeirra reyna með öllum ráðum að standa vörð um völd stjórnmálaflokkanna framar öðru.
Þrátt fyrir að Einar hafi fengið afgerandi kosningu í þessu ótímabæra prófkjöri (hvað liggur þeim eiginlega á?) eru einungis 298 sem tryggja honum 1. sætið. Ef við gerumst bjartsýn fyrir hönd Framsóknarmanna og segjum að þeir fái 3000 atkvæði í Reykjavík, þá munu rétt innan við 10% þeirra (og sennilega mun færri því að í prófkjörum kjósa fjölskyldur og vinir úr öðrum flokkum) vera þess valdandi að Einar nái kosningu umfram aðra frambjóðendur flokksins.
Nú bíðum við bara spennt eftir að sjá hvað Framsóknarmenn ætla að kalla sig í þetta sinn - ertu með (gullfiskaminni)?
![]() |
Einar sigraði Óskar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)