Hér er tillaga að neyðarstjórn.

Farið hefur fé betra!Þá er þessi óláns ríkisstjórn loksins farin frá. Það er sorglegt að það skyldi ekki hafa gerst strax í október eða nóvember þegar fyrstu bráðaaðgerðir voru í höfn. Líklega mun þetta fyrir vikið kosta þjóðina miklu meir en það annars hefði.

Geir sagði í viðtalinu áðan að sér hugnaðist best þjóðstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Kanntu annan Geir? Láta ykkur áfram styðja Davíð í seðlabankanum? Leyfa ykkur áfram að stjórna hvað kemur fyrir augu almennings? Treysta ykkur áfram til að fást við atvinnuleysi og alvarlega stöðu heimilana?

NEI TAKK!!!

Miðað við allt það vantraust sem nú ríkir í þjóðfélaginu væri utanþingsstjórn / neyðarstjórn / sérfræðingastjórn væntanlegast farsælasta lausnin. Þannig myndu stjórnmálaflokkarnir líka fá að undirbúa endurnýjun, prófkjör, málefnaskrár og kosningar án þess að það þurfi að koma niður á þjóðinni sjálfri.

Hér er tillaga að 6 manna utanþingsstjórn:

Páll Skúlason eða Vigdís Finnbogadóttir - forsæti

Þorvaldur Gylfason - Lilja Mósesdóttir - Herdís Þorgeirsdóttir - Gylfi Magnússon - Ómar Ragnarsson.

Svo við ég ráða Robert Wade í stöðu seðlabankastjóra eða ráðgjafa ríkisstjórnarinnar og annað hvort Vilhjálm Bjarnason eða Indriða H. Þorláksson til að passa upp á  Fjármálaeftirlitið.

Bara drífa í þessu!!! Lýðveldisbyltingin

 


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er toppnum náð hjá Geir?

Geir í góðum félagsskap

Það er yfirleitt gaman að sjá þegar Íslendingar gera sig gilda á alþjóðlegum afrekalistum. Þó held ég að við hefðum betur sleppt því að vera í þessum félagsskap.

Lýðveldisbyltingin


mbl.is Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband