Geir er samur við sig

Í viðtalinu við Geir heyrði ég hann vísvitandi gera lítið úr mótmælendum. Hann sagði eitthvað á þá leið að hann skildi ekki hvaða kröfum þetta fólk vildi ná fram með ofbeldi gegn lögreglunni. Þannig kýs hann að líta fram hjá því að langflestir mótmælendur eru friðsamlegir og eru alfarið á móti öllu ofbeldi. Einnig lýsti hann furðu yfir framgöngu Hallgríms Helgasonar. Af hverju mega rithöfundar ekki mótmæla spyr ég?

Það er leitt að Geir skuli enn ekki heyra kröfurnar sem hafa dunið á honum alveg síðan í haust.

  • Við viljum nýja stjórnendur í seðlabankann.
  • Við viljum nýja stjórnendur í Fjármálaeftirlitið.
  • Við viljum að ákveðnir ráðherrar segi af sér eða ríkisstjórnina burt.
  • Við viljum kosningar í vor. 
Einnig hafa þær kröfur orðið háværari að taka þurfi stjórnkerfið algjörlega í gegn, stjórnarskrána, kosningalög og bæta gegnsæi í stjórnsýslunni. Ekkert af þessu er Geir og ríkisstjórn hans sátt við þó svo að kosningar verði líklega í vor. Fyrir nokkrum dögum lýsti Geir reyndar því yfir að það væri glapræði.

mbl.is Geir með fullt starfsþrek
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlustum á grasrótina

Gott framtak hjá þessu fólki. Það sem ég óttast helst er að gömlu flokkarnir muni gera út fólk og styrkja í framboð til þessa stjórnlagaþings til að geta áfram þvargað og staðið í vegi fyrir nauðsynlegum endurbótum. Það verður að hlusta á grasrótina sem nú er í óða önn að semja nýjar leikreglur fyrir stjórnkerfið, sjá t.d. hér.
 
Lýðveldisbyltingin

mbl.is Hvítborðar boða Nýtt lýðveldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband