24.1.2009 | 12:28
Geir er samur við sig
Í viðtalinu við Geir heyrði ég hann vísvitandi gera lítið úr mótmælendum. Hann sagði eitthvað á þá leið að hann skildi ekki hvaða kröfum þetta fólk vildi ná fram með ofbeldi gegn lögreglunni. Þannig kýs hann að líta fram hjá því að langflestir mótmælendur eru friðsamlegir og eru alfarið á móti öllu ofbeldi. Einnig lýsti hann furðu yfir framgöngu Hallgríms Helgasonar. Af hverju mega rithöfundar ekki mótmæla spyr ég?
Það er leitt að Geir skuli enn ekki heyra kröfurnar sem hafa dunið á honum alveg síðan í haust.
- Við viljum nýja stjórnendur í seðlabankann.
- Við viljum nýja stjórnendur í Fjármálaeftirlitið.
- Við viljum að ákveðnir ráðherrar segi af sér eða ríkisstjórnina burt.
- Við viljum kosningar í vor.
![]() |
Geir með fullt starfsþrek |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.1.2009 | 10:59
Hlustum á grasrótina
![]() |
Hvítborðar boða Nýtt lýðveldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)