Ó fyrir framan

Sigurvegarar í óvinsældakeppni ráðherra fyrr og síðarDálítið kyndugt er að sjá óvinsælasta ráðherra óvinsællar ríkisstjórnar með þjóðargjaldþrot á samviskunni tjá sig um að mótmælum almennings þurfi að stilla í hóf.
Að óvinsældir Sjálfstæðisflokksins séu í sögulegu hámarki virðist ekki valda honum miklum áhyggjum enda óvíst að Árni reyni að framlengja eigið dauðastríð í stjórnmálum.

mbl.is Þarf að stilla mótmælum í hóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið hefur flón betra

Það þarf greinilega að spúla skrifstofu útvarpsstjóra svo og þeirra yfirmanna sem stjórnmálaflokkarnir hafa í mörgum tilfellum tekið þátt í að troða þarna inn. Sumir þeirra gera lítið annað en að flækjast fyrir og þiggja fúlgur fjár fyrir. 11 æðstu stjórnendur RÚV fengu að meðaltali 850 þúsund í laun á mánuði fyrir síðasta uppgjörsár og fæstir þeirra koma nálægt dagskrárgerð stofnunarinnar nema með afskiptasemi og almennum leiðindum.

Fólk áttar sig ef til vill ekki á því að nýlegar sparnaðaraðgerðir munu hafa mjög mikil neikvæð áhrif á dagskrá RÚV. Af 44 mönnum sem missa starf og verkefni vinna flestir við dagskárgerð, bæði sem fréttamenn, tæknimenn og í leikmyndadeild. Vinnuálagið var mjög mikið fyrir. Þeir sem helst mega missa sín sitja hins vegar enn sem fastast.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband