4.11.2008 | 13:38
Þjóðin játar sig sigraða
Nýjar stjórnir bankana vera pólitískt skipaðar viðurkennir Björgvin. Húrra, húrra! Og hvaða flokksgæðinga skyldu þeir draga upp úr pússi sínu í þetta sinn?

![]() |
Bankamenn fá ekki sérmeðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 12:49
Ástæða til tortryggni
Það liggur við að maður vorkenni henni Þorgerði að tapa sparnaði þeirra hjóna. Hún er eflaust vonsvikin og segist ekki vilja líða fyrir tortryggnina í samfélaginu.
Hins vegar er stóra málið að allt of mikil bein tengsl hafa verið á milli stjórnmálaflokkanna og bankanna. Einkavæðing þeirra var svívirða og gerð með sérhagsmuni að leiðarljósi en ekki þjóðarhagsmuni. Þjóðin situr hins vegar uppi með þrotabúið og vill væntanlega ekki líða fyrir það meira en orðið er. Þess vegna er ekki hægt að samþykkja að sama fólkið eða tengdir aðilar hafi hönd í bagga með rannsókn og enduruppbyggingu. Að öðrum kosti verður aldrei nein sátt í þjóðfélaginu og afleiðingarnar langvarandi eftir því.
Þorgerður hefur sýnt töluverða leiðtogahæfileika og á eflaust afturkvæmt í stjórnmálin ef hún kærir sig um. Hins vegar verður ríkisstjórnin að sleppa takinu og koma verður á þjóðstjórn þangað til unnt er að kjósa á ný. Það gerir bara illt verra að þrjóskast við.
Svo má ég til með að vara við nýjum lögum um meðferð sakamála sem taka gildi 1. jan. 2009. Þar segir m.a. í 90. grein:
"Nú verður uppþot eða fjölmennar óeirðir brjótast út sem hafa haft eða gætu haft í för með sér líkamsmeiðingar eða stórfelld eignaspjöll og ekki verður með vissu bent á hinn seka eða hina seku og er þá lögreglu heimilt að handtaka hvern þann sem nærstaddur er og ástæða er til að gruna um refsiverða háttsemi."
Við skulum ekki gleyma hvaða dómarar eiga að dæma mótmælendur ef allt fer úr böndunum.
![]() |
Óþolandi að líða fyrir tortryggni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 10:22
Misskilningur eða misnotkun
Misskilningurinn er ekki einungis bundinn við "lýðinn" eins og skilja má á orðum BB. Það vill svo til að 18% kjósenda flokksins í Reykavíkurkjördæmi suður strikuðu út nafn hans á listanum og við það færðist hann niður úr öðru sæti í það þriðja reglum samkvæmt. Engu síður misskildi Björn skilaboðin sem í þessu fólust og þáði áfram sæti dómsmálaráðherra í boði Geirs Haarde. Líklega mátti ekki persónugera vandann.
Á ferli sínum hafa Björn og nánustu samstarfsmenn hans iðulega misskilið mikilvægi þess að ráða óháða menn í valdamiklar stöður innan lögreglu og dómskerfis. T.d. réði hann árið 2003 frænda Davíðs Oddssonar sem hæstaréttardómara þó að 3 aðrir væru metnir hæfari. Árið eftir réði hann (með aðstoð Geirs Haarde) einn besta vin Davíðs í samskonar embætti en 2 aðrir voru hæfari. Loks réði hann son Davíðs (með aðstoð Árna dýralæknis) í embætti héraðsdómara þar sem 3 voru metnir hæfari.
Sjá hér umfjöllun um málin. Björn og fjölmargir aðrir þingmenn flokksins vörðu þessar ráðningar, jafnvel þegar virtir fræðimenn eins og Sigurður Líndal skrifuðu rökstudda gagnrýni. Með þessum gjörningum hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokksins dregið mjög úr trúverðugleika dómskerfisins og verður það ærið verkefni að vinda ofan af því.
Ráðherra dómsmála! Ekki meir, ekki meir!
![]() |
Björn Bjarnason: Ákveðinn misskilningur í gangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |