Hrollur unaðssemda og ónota

Það hríslast einhver hrollur unaðssemda og ónota um mann þegar fréttist af afsögnum enn eins Framsóknarmannsins. Þetta er orðinn reglubundinn viðburður líkt og í sumum framandi menningarsamfélögum þar sem  húsdýrum er fórnað af einhverri misskilinni lotningu fyrir æðri máttarvöldum.

MetorðastiginnListinn yfir fallna Framsóknarmenn síðustu 3-4 ár er orðinn lengri en góðu hófi gegnir og á líklega eftir að lengjast enn frekar. Efstu menn á listum hverfa á braut og minni spámenn færast á undraverðum hraða ofar, ef þeir hafa þá ekki þegar sagt af sér líka.

Skyndilega eru konurnar á varamannabekkjunum komnar með hlutverk við hæfi. Það má líklega segja um Framsóknarflokkinn að þar séu hin fleygu orð í fullu gildi: Þeir síðustu verða fyrstir.
 
Topp 10 listi fallinna Framsóknarmanna er hér. Farið hefur fé betra. Þau rauðu eiga meira að segja rétt á sérstökum ráðherraeftirlaunum sem þau skömmtuðu sér sjálf! Jónína var einn af flutningsmönnum frumvarpsins.
 
 
Finnur Ingólfsson.
Jónína Bjartmarz.
Halldór Ásgrímsson.
Björn Ingi Hrafnsson.
Guðni Ágústsson.
Árni Magnússon.
Jón Sigurðsson.
Bjarni Harðarson.
Anna Kristinsdóttir.
Marsibil Sæmundardóttir.

Kiddi Sleggja (bónussæti).


mbl.is „Bjarni móðgar framsóknarmenn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar öllu er á botninn hvolft...

Þegar öllu er á botninn hvolft er það líklegast happ að ríkisstjórnin og aðrir sökudólgar skuli enn þráast við að taka pokann sinn. Sú orka sem er að leysast úr læðingi meðal fólksins er undursamleg og mun eflaust verða þjóðinni til mikillar gæfu þegar fram líða stundir. Að heyra allt þetta frábæra fólk tjá sig af brennandi ólgu, hreinskilni og óttalaust er eitthvað það ánægjulegasta sem ég hef orðið vitni að lengi.

Engir útrásarvíkingarÞau Gunnar Sigurðsson, Davíð A. Stefánsson og félagar hans eiga mikið hrós skilið fyrir að standa fyrir þessum fundum. Næsti fundur verður haldinn í Háskólabíói og er þá eins gott að ríkisstjórnin, þingmenn og DO láti sig ekki vanta. Það mun verða RÚV til ævarandi skammar ef þeir senda ekki út beint frá þeim fundi í Sjónvarpinu.


mbl.is „Stórkostlegur fundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband