Að taka af skarið

Það er einkennilegt fulltrúalýðræðið á Íslandi. Um 70% landsmanna eru fylgjandi því að aðildarviðræður hefjist um inngöngu í ESB. Enn fleiri hafa ekki trú á krónunni til framtíðar.

Ríkisstjórnin og 4 af 5 þingflokkum á Alþingi eru ekki með ESB aðild á stefnuskránni. Samt hafa fleiri og fleiri þingmenn snúist á þá sveif í afstöðu sinni.

Tíminn er dýrmætur og þjóðin hefur ekki efni á að bíða eftir að stjórnmálaflokkar geri upp hug sinn. Réttast væri að efna til kosninga sem fyrst.  Ef ekki neyðist Samfylkingin til að rjúfa stjórnarsamstarfið og reyna myndun nýrrar ríkisstjórnar með fulltingi ESB sinna. Að öðrum kosti er hún að svíkja kjósendur sína og missa trúverðugleika.

 


mbl.is Vill endurskoða ESB og Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta endar með sprengingu...

...eða hvað? Ætla Íslendingar virkilega að kyngja því að flokksgæðingar og forréttindastéttin hlaupist undan ábyrgð? Dettur nokkrum manni í hug að sjálfsskoðun leiði eitthvað saknæmt í ljós?

Við höfum tapað eigum okkar og það sem verra er, æru okkar sömuleiðis. Umheimurinn hlær að því að sömu stjórnvöld og komu okkur í þessi vandræði séu að leita leiða út úr vandanum. Til að kóróna það rannsaka þeir svo sjálfan sig og segja að lokum að ýmislegt hafi betur mátt fara en að  utanaðkomandi aðstæðum sé um að kenna!

Ég hvet ykkur öll til að lesa þennan frábæra pistil Láru Hönnu.

Mætum öll á laugardaginn og mótmælum!!!

 


mbl.is Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband