Vigdís og lýðræðið

Vigdís Hauksdóttir hefur beitt sér hart gegn endurskoðun stjórnarskrárinnar. Klukkustundum saman stóð hún ásamt fleirum þingmönnum og ráðherrum núverandi stjórnarflokka og tókst með málþófi að koma í veg fyrir að þjóðin fengi að greiða atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs samhliða forsetakjöri í júní 2012. Það gerði hún þrátt fyrir loforð síns flokks um nýja stjórnarskrá fyrir alþingiskosningar. Reyndar gerði Framsóknarflokkurinn það mál einnig að skilyrði fyrir stuðningi við minnihlutastjórnina í janúar 2009.

"Framsóknarflokkurinn telur brýnt að samin verði ný og nútímaleg stjórnarskrá."

Gott og vel. En í ljósi þess hve Vigdísi virðist þykja vænt um gömlu stjórnarskrána er dáldið kyndugt að hún sé svo ósátt við störf Landsdóms. Landsdómur er nefnilega stjórnarskrárið fyrirbæri en í 14. gr. segir:

"Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál."

Þetta er nánast því bein þýðing á 20. gr. dönsku stjórnarskrárinnar frá 1849 þar sem segir:

"Ministrene kunne tiltales for deres Embedsførelse. Folkethinget anklager, Rigsretten dømmer."

Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins á eitt sinn að hafa líkt íslensku stjórnarskránni við "helgan gjörning". Skyldi hann líka ætla að biðja Geir afsökunar?


mbl.is Búin að biðja Geir afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af öðrum landsfundi í öðrum flokki

Fyrir tæpum 5 árum var formannskjör á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Öllum að óvörum bauð Pétur Blöndal sig fram gegn sitjandi formanni þegar 5 klst. voru til atkvæðagreiðslunnar. Leikar fóru svo að Bjarni Benediktsson hlaut 62% greiddra atkvæða en Pétur fékk 30%. Eins og sjá má í frétt Morgunblaðsins kallaði Bjarni Benediktsson Pétur upp á svið og þakkaði honum fyrir "afar snarpa en drengilega kosningabaráttu".

Forystufólk Samfylkingarinnar sem nú gagnrýnir Sigríði Ingibjörgu harðlega fyrir framboð sitt gegn sitjandi formanni mætti taka þessa frétt til skoðunar og reyna að skammast sín. Framboð hennar leiddi nefnilega í ljós að formaður flokksins nýtur alls ekki nægilegs trausts og það er örugglega ekki Sigríði Ingibjörgu að kenna. Ef Samfylkingunni á að takast að rétta úr kútnum þarf fólkið þar á bæ að horfa í spegil og velta því vandlega fyrir sér hver tilgangur flokksins sé og hvernig honum verði best náð.


mbl.is Segist íhuga stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af gefnu tilefni

Þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson vill gjarnan að við lærum af reynslu annarra. Gott og vel, þótt fyrr hefði verið. Í grein sinni tilgreinir hann sérstaklega "einstaka hópa" innflytjenda sem virði ekki lýðræði, mannréttindi kvenna og samkynhneigðra. Samkvæmt Ásmundi ber þetta fólk ekki virðingu fyrir mörgu sem hefur verið okkur heilagt í þúsund ár.
logo_islenskt.png
En hvað er nú aftur langt síðan samkynhneigðir fengu réttindi sín tryggð samkvæmt stjórnarskrá á Íslandi? Það hafa þeir reyndar ekki fengið enn því að Ásmundur Friðriksson og félagar hans á Alþingi standa í vegi fyrir staðfestingu nýrrar stjórnarskrár sem 2/3 hlutar kjósenda studdu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Þannig er lýðræðið á Íslandi.

Hins vegar stendur skýrum stöfum í gömlu stjórnarskránni að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar eða litarháttar. Ásmundur hefur líklegast ekki lesið þetta nægilega vel.


mbl.is Spyr um rannsóknir á múslímum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskorað vantraust?

Það verður seint sagt að almennt áhugaleysi hafi ríkt innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að gegna stöðu innanríkisráðherra. Amk. 5 þingmenn lýstu því yfir fyrir framan sjónvarpsmyndavélar að þeir vildu gjarnan taka að sér þetta erfiða ráðuneyti sem varaformaðurinn skilur eftir sundurtætt og í rjúkandi rúst. En annað hvort gat formaður flokksins ekki gert upp á milli allra þessara kappsfullu þingmanna eða þá að hann treysti engum þeirra nægilega vel.

„Þetta er vanda­söm ákvörðun sem ég stóð frammi fyr­ir. Fyrst og fremst vildi ég fá ein­stak­ling sem nyti óskoraðs trausts okk­ar sjálf­stæðismanna. Ég lít á hana sem eina af okk­ur enda var hún hér á þingi með okk­ur fram á síðasta ár. Hún hef­ur reynslu úr ráðuneyt­inu, hún er lög­fræðimenntuð, býr hér í Reykja­vík. Reyk­vík­ing­ar hafa sem sagt í sjálfu sér inn­an raða Sjálf­stæðis­flokks­ins ein­ung­is í dag einn ráðherra í þess­um tveim­ur stóru kjör­dæm­um og það er hægt að halda því fram að hún sem Reyk­vík­ing­ur geti verið þeirra full­trúi við þess­ar aðstæður.“

olof_og_bjarni_1250700.jpg

Að vísu er erfitt að sjá hvernig Ólöf Nordal geti talist fulltrúi Reykvíkinga þar sem að hún hætti í stjórnmálum vorið 2013 og flutti til Sviss. Sömu orð mætti nota um forvera Bjarna, lögfræðimenntaðan og reynslumikinn ráðherra sem býr í 101 Reykjavík. En gleðilegt er að heyra að Ólöf skuli hafa náð heilsu eftir svo alvarleg veikindi og vonandi mun hún standa sig betur í starfinu en fráfarandi ráðherra og varaformaður flokksins sem hefur væntanlega gert út af við sinn pólitíska feril.


mbl.is Bjarni ánægður með niðurstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virða XB og XD ekki vilja kjósenda?

Sigríður Ólafsdóttir er í framboði fyrir Lýðræðisvaktina - XL 


mbl.is Mælast svipað stórir í könnun MMR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græðgi bankanna varð þeim að falli

Réttara sagt, græðgi þeirra sem áttu og stjórnuðu bönkunum varð þeim að falli. Hlutabréfaverði var haldið uppi með markaðsmisnotkun, sýndarviðskiptum með hlutabréf og efnahagsreikningum sem gáfu kolranga mynd af stöðunni. Svo voru bankarnir endurreistir fyrir skattfé almennings og allir þekkja þá sögu.

Í dag þurfum við hins vegar að velta því fyrir okkur hvort að grundvallarbreytingu eigi að gera með samþykkt nýrrar stjórnarskrár. Vissulega gerist breytingin ekki með því einu að breyta stjórnarskránni en með tillögum stjórnlagaráðs væru settar grundvallarreglur um valddreifingu og aðgengi að upplýsingum sem eru nauðsynlegar breytingar til þess að hér fari ekki allt í sama farið.

Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins varpaði ljósi á þetta þegar hann útskýrði ummæli sín um "hið ógeðslega samfélag" á fundi Stjórnarskrárfélagsins um beint lýðræði 26. sept. sl. Gefum Styrmi Gunnarssyni orðið.

 

"Ef ég á útskýra fyrir ykkur þessi ummæli mín um hið ógeðslega samfélag sem að ég stend alveg við og hef ekki breytt neinu um mína skoðun á því, að þá hugsa ég að það séu svona kannski 30 ár liðin frá því að ég fór að finna í samtölum við fólk sem ég átti - af því að þegar maður vinnur á fjölmiðli þá hittir maður mikinn fjölda fólks á hverjum einasta degi, úr ýmsum áttum - að ég fór að finna svona breytingu; breyttan tón. Ég fór að átta mig á því að það var alltaf verið að tala við mig um einhverja hagsmuni. Þeir sem voru að koma að heimsækja mig, þeir voru alltaf í heimsókn hjá mér til þess að koma fram einhverjum hagsmunum. Einhverjum sérstökum hagsmunum, það var alveg sama hvort heldur það var verið að selja eitthvað eða hafa einhver áhrif á afstöðu blaðsins eða hafa einhver áhrif í pólitíkinni eða hvað, það var alltaf einhverjir hagsmunir. Það voru ekki hugsjónir. Það voru ekki einhver svona prinsipp.

Sko, við sem að ólumst upp í kalda stríðinu og vorum að takast á - mín megin við kommúnista, og kommúnistar við okkur - að við vorum þó að berjast fyrir hugsjónum. Svo allt í einu, smátt og smátt, að þá sá ég það að hugsjónirnar voru að hverfa og hagsmunir komu í staðinn. Ég tek það fram að ég tók fyrst eftir þessu hjá ungu fólki. Þessi hagsmunabarátta, þessi hagsmunagæsla í þessu samfélagi, hún óx svo hröðum skrefum og maður gat ekki litið við án þess að verða var við það að það var einhvers staðar verið að herja á mann í þágu einhverja hagsmuna.

Þetta fór gersamlega úr böndum á fyrstu árum þessarar aldar. Þá varð þetta þjóðfélag ógeðslegt. Það var ógeðslegt vegna þess að það var eins og það væri allt til sölu. Að það væri hægt að kaupa hvað sem var. Að það væri hægt að kaupa fólk. Að það væri hægt að kaupa skoðanir. Það væri allt til sölu. Það væri ekki lengur neitt sem var heilagt. Ef að hægt var að fá einhverja peninga út úr því, þá væri það sjálfsagt. Þetta er það sem ég átti við þegar ég sagði við þessa undirnefnd Rannsóknarnefndar Alþingis um siðferði að mér fyndist þetta vera ógeðslegt samfélag. Og ég segi ykkur það að ég hef gert mér vonir um að við fengjum það út úr Hruninu að þetta samfélag kæmi ekki aftur og mér finnst það ofboðslega mikið mál að okkur takist að koma í veg fyrir að þetta samfélag þar sem allt var til sölu og allt var hægt að kaupa, ekki bara vörur, heldur skoðanir fólks, atkvæði fólks, fylgi fólks, hvað sem var, að þetta komi ekki aftur."


mbl.is Segir bankana geta hafið endurútreikning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir formaður stjórnlaganefndar?

Guðrún Pétursdóttir lýsti aðdraganda og framkvæmd Þjóðfundarins 2010 í ágætu erindi sínu á fundi Stjórnarskrárfélagsins sl. miðvikudagskvöld:

 


mbl.is Hvað sagði þjóðfundur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningakerfið

„Kjördæmin, persónukjör og nýja stjórnarskráin - Áhrif nýrrar stjórnarskrár á alþingiskosningar“
http://www.facebook.com/events/357406637650846/

Stjórnarskrárfélagið boðar til borgarafundar í Iðnó fimmtudagskvöldið 3. maí kl. 20-22.
Frummælendur 
og þátttakendur í pallborðsumræðum:

Ari Teitsson, bóndi
Björn Guðbrandur Jónsson, umhverfisfræðingur
Eygló Harðardóttir, alþingismaður
Stefánía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur
Ómar Ragnarsson, fréttamaður

Fundarstjóri: Sigríður Dögg Auðunsdóttir, blaðamaður á Fréttatímanum.

Þórir Baldursson tónlistarmaður leikur á Hammond-orgel meðan fundargestir koma sér fyrir.

Efni fundarins eru sem sagt kosningar til Alþingis, eins þær gætu litið út, yrði frumvarp að endurskoðaðri stjórnarskrá að veruleika. Til grundvallar erindum og pallborðsumræðum er 39. gr. frumvarps Stjórnlagaráðs að endurskoðaðri stjórnarskrá.

Frumvarpið ásamt skýringum er að finna á eftirfarandi slóð:

http://stjornlagarad.is/other_files/stjornlagarad/Frumvarp_med_skyringum.pdf

Fjölmennum! Allir velkomnir!


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðsla verði í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver á fiskinn í sjónum við Ísland og hver á að hirða arð af þeirri eign?

Tvær einfaldar en mikilvægar spurningar; hver á fiskinn í sjónum við Ísland og hver á að hirða arð af þeirri eign? Fleiri áleitnar spurningar fylgja í kjölfarið.

Frá fundi Stjórnarskrárfélagsins í Iðnó 13. mars sl. Fleiri fundir um efni stjórnarskrárinnar eru á dagskrá eftir páska.

 


mbl.is Vilja að frumvörpin verði lögð til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarskráin og kvótakerfið - frá fundi Stjórnarskrárfélagsins 13. mars sl.

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður flytur framsögu 

 Spurningar og svör 1 

 

Friðrik Friðriksson, lögfræðingur LÍÚ: www.youtube.com/watch?v=dMHib_Svfd0

Örn Pálsson, framkv.stj. LS: www.youtube.com/watch?v=8DDM1izCmEw&feature=relmfu

Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður: www.youtube.com/watch?v=_NOqhcINz_g&feature=relmfu

Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur: www.youtube.com/watch?v=P0H5I8-johs&feature=relmfu 


mbl.is Bryti gegn nýrri stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband