24.9.2008 | 12:54
Hvað næst?
Skyldi þetta NEI vera nógu sannfærandi fyrir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn eða ætla þeir næst að spyrja Gordon Brown, Merkel og Berlusconi? Því miður setur að manni kvíða yfir því hvað þeim dettur næst í hug - allt annað en að viðurkenna mistök sín, er ég hræddur um.
Er það kannski Bjartur í Sumarhúsum sem öllu ræður á þessu græðgis volaða skeri langt norður í ballarhafi?
![]() |
Útilokað að taka upp evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2008 | 22:17
Við hvað eru menn hræddir?
Mér finnst ekki skemmtilegt að lesa um þessa heimsókn Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar til Brussel. Það var fyrirfram vitað að ekki væri pólitískur vilji fyrir því hjá ESB að opna fyrir aðild Íslands að myntbandalaginu. Olli Rehn er í raun bara að ítreka það sem áður hefur verið sagt af honum sjálfum og fleiri hátt settum mönnum sem spurðir hafa verið.
Nú á svo að kanna hvort að lagalegar hindranir séu fyrir hendi. Hins vegar komumst við hvorki lönd né strönd á lagalegum forsendum einum saman. Þetta sýnir hins vegar það að ríkisstjórnin er enn að spóla í sama farinu og treystir sér ekki til að taka af skarið.
Fyrir rúmum 5 mánuðum síðan var birt skoðanakönnun þar sem fram kom að rúmir 2/3 hlutar landsmanna vilja að ríkisstjórnin hefji undirbúning aðildarumsóknar. Það er hún hins vegar ekki að gera á meðan að hausnum er barið við steininn.
Að lokum þetta: Stór hópur fólks óttast um sjálfstæði þjóðarinnar ef aðild að ESB yrði að veruleika. Hins vegar virðast margir telja að núverandi fyrirkomulag EES samningsins plús aukaaðild að myntbandalaginu sé ákjósanleg leið. Með því móti værum við hins vegar búin að afsala okkur þátttöku í stefnumótandi umræðu um lagasetningu og fjármálastefnu. Lítið færi fyrir sjálfstæði okkar í þeirri stöðu.
Við hvað eru stjórnmálamennirnir hræddir?
![]() |
Tvíhliða upptaka evru óraunhæf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.9.2008 | 21:05
Rafmagnssultur
![]() |
Vélar Sultartangavirkjunar bila enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2008 | 09:58
Rafmagnslaust á Sultartanga!
Það tók einungis hálftíma að koma rafmagninu á í Reykjavík. Ekki verður sama sagt um Sultartangavirkjun.
Á sama tíma og Landsvirkjun rifjar upp 30 ára gamlan draum um virkjun við Friðland að Fjallabaki stendur 120 MW virkjun við Sultartanga óvirk og framleiðir alls enga orku. Hún er einungis 8 ára gömul og greinilegt að eitthvað mikið hefur farið úrskeiðis fyrst að báðir spennarnir hafa gefið sig. Ljóst er að gífurlegir fjármunir tapast því nýir spennar fást ekki afgreiddir nema með 1 árs afgreiðslufresti.
Fyrirhuguð Bjallavirkjun myndi hins vegar einungis framleiða 46 MW og "skarta" lóni sem væri 30 ferkílómetrar að stærð (3000 hektarar) á svæði sem er vissulega ósnortið. Það er því ekki út í hött að álykta að hugmyndinni sé ætlað að draga athyglina frá öðrum virkjanakostum og dreifa athygli náttúruverndarfólks.
![]() |
Rafmagnslaust í hluta Reykjavíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2008 | 10:19
Undirskriftasöfnun græna karlsins
Það er varla sæmandi að fara af stað með svona undirskriftasöfnun án þess að nokkur félagasamtök eða nafngreindir einstaklingar standi að baki hugmyndinni. Maður veltir því fyrir sér hvort að viðkomandi ætli að koma undirskriftunum á framfæri í nafnlausu bréfi eða undir dulnefni.
Ekki er heldur gott að átta sig á því hvað felst nákvæmlega í ályktuninni því að hún er bæði klisjukennd og innihaldslaus. Ríkisstjórnin virðist síður en svo vera að slá af nýtingu orkuauðlinda og er því vandséð að þörf sé á hvatningu sem þessari.
Manni dettur helst í hug að hinn óstöðvandi græni gangbrautarljósakarl sé aftur kominn á stjá. Eftirlifandi Framsóknarmenn iða örugglega í skinninu að komast aftur í Umhverfisráðuneytið og halda áfram á sömu braut og Siv og Jónína.
![]() |
Vilja nýta orkuauðlindirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.9.2008 | 23:41
Pungfýla
Ég sé hér heilan herskara af miðaldra körlum á ýmsum aldri dissandi fyrsta umhverfisráðherrann sem ekki er viljalaust verkfæri flokksforystu og sérhagsmuna. Þarna hafið þið pólitíkus sem fylgir sannfæringu sinni og reynir að efna þau fyrirheit sem flokkurinn gaf kjósendum í aðdraganda síðustu kosninga.
Umhverfisráðherrann er kona. Er það kannski mergurinn málsins?
![]() |
Segir Bjallavirkjun ekki koma til greina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.9.2008 | 09:53
Eru peningarnir búnir?
Hvað skyldi Breiðavíkurnefndin sem forsætisráðherra skipaði á síðasta ári fá greitt fyrir sína vinnu? Nú eða dómnefndin sem reiknar út stigin? Er það kannski of viðkvæmt mál fyrir lögfræðingana og sérfræðingana að birta greiðslur til þeirra og brot á persónurétti? Er þetta mál virkilega ekki orðið nógu vandræðalegt fyrir ríkið?
Ég lýsi yfir stuðningi við Breiðavíkursamtökin!!!
![]() |
Fimm stig gefa 375 þúsund krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2008 | 15:50
Heildstætt mat á Samfylkingunni
Samfylkingin er eins og nafnið ber með sér samansafn af ýmsum eldri flokkum. Fyrir síðustu kosningar fór ímyndarherferðin í gang og tókst að krækja í talsverðan atkvæðafjölda út á fögur fyrirheit um ESB inngöngu og "Fagra Ísland". Nú getur fólk loksins farið í heildstætt mat á flokknum og kemst þá líklega að því hvaða öfl þar á bæ eru öðrum yfirsterkari.
Annars bendi ég á nýjan pistil minn um skylt efni.
![]() |
Stjórnin styður álver á Bakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2008 | 12:51
Einelti fyrir fullorðna?
"Íbúarnir [í Tjörneshreppi], sem Fréttablaðið talaði við, óttast álversframkvæmdirnar og telja þær geta lagt jarðir sínar í eyði. Þeir vildu ekki allir koma fram undir nafni og vísuðu sumir til þess að í sveitinni, sérstaklega á Húsavík, væri því sem næst bannað með lögum að vera á annarri skoðun en sveitarstjórnin. Nokkrir íbúar Húsavíkur höfnuðu einnig viðtalsbeiðni blaðamanns."
Á Vestfjörðum er sömu sögu að segja en þar hef ég heyrt talað um að fólk sé lagt í einelti fyrir að vera á móti olíuhreinsistöð. Í frétt sem birtist á RÚV 4. júní kom m.a. fram sú skoðun að þeir sem væru á móti gætu bara flutt í burtu. Þar kom einnig fram að þeir sem eru á móti hugmyndinni vilji síður tjá sig í viðtali en fylgjendur.
Er virkilega svo illa komið fyrir fólkinu hér á þessu landi að það eigi að troða mengandi verksmiðjum niður í flestum landshornum hvort sem mönnum líkar betur eða verr? Er nóg að alþjóðleg stórfyrirtæki veifi dollarabúntum (eða rúblum) til að sveitarstjórnir kikni í hnjánum og fái glýju í augun?
Á náttúruverndarfólki dynja sífellt ókvæðisorð af ýmsu tagi og er það kallað umhverfisfasistar, öfgamenn sem ekki hlusta á nein rök eða jafnvel hryðjuverkamenn. Vinsælt er að tala um einhverja kaffihúsamafíu sem heldur til í 101 Reykjavík og fer sjaldan austur fyrir Ártúnshöfða nema þá helst til að tína fjallagrös. Í 24 stundum á laugardaginn var kallaði hinn umboðslitli fulltrúi Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur framkvæmdastjóra Landverndar "atvinnumótmælanda"!
Að lokum má rifja upp atvik í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar árið 2000 þegar 60 manna hópur úr samtökunum "Afl fyrir Austurland" gekk í Náttúruverndarsamtök Austurlands gagngert til að koma í veg fyrir að ályktanir gegn stóriðju yrðu samþykktar innan félagsins og myndu í framhaldi af því birtast í fjölmiðlum.
Ef þetta er framgangsmáti þeirra sem vilja stóriðju í öllum landshlutum, hver er þá hinn öfgafulli sem ekki hlustar á nein rök? Samkvæmt skoðanakönnun í Fréttablaðinu 24. júní er töluverður minnihluti landsmanna fylgjandi frekari virkjunum fyrir stóriðju, hvort heldur sem spurt er á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Ætlar hávær minnihlutinn sér að þagga niður í meirihlutanum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.9.2008 | 09:57
Áfram Kjötborg!
Þessir bræður eru gulli betri og eins og fram kemur í myndinni er þetta engin venjuleg búð. Sjálfur ólst ég upp nálægt Kjötborg í Búðargerði sem Jónas, faðir þeirra rak á meðan hann hafði heilsu til. Þeir Gunnar og Kristján störfuðu þar frá unga aldri og hið létta skap þeirra og einstök þjónustulund hefur fylgt þeim og ætíð verið til fyrirmyndar svo að vægt sé til orða tekið.
Eina sögu kann ég sem örugglega er ekkert einsdæmi. Móðir mín vann á tímabili hjá Hitaveitu Reykjavíkur og sá þar um mötuneytið. Eitt skiptið þegar haldin var árshátíð urðu þær uppiskroppa með bland í vodkann þegar komið var fram á nótt. Fyrirsjáanlegt var að karlarnir færu að drekka óblandað og í öngum sínum hringdi hún heim til Gunnars og bað hann um að redda málunum. Hann birtist skömmu síðar á bíl með nokkra kassa af gosi og vandamálinu var þar með afstýrt. Fáir kaupmenn hygg ég að tækju slíkt í mál.
Myndin um Kjötborg og þá bræður er mjög vel heppnuð og snertir áhorfendur. Vonandi verða góðar móttökur hvatning fyrir þessar ungu kvikmyndagerðarkonur og kaupmennina á horninu. Áfram Kjötborg!
![]() |
Kjötborg best |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)