23.6.2011 | 14:27
Hörkunaggur
Hávarður er hörkunaggur,
hetja góð og nokkuð snöggur.
Góður að hjóla, góður að spóla,
góður er í honum töggur.
(Ort um Hávarð á hjóli til fjalla, líklega eftir Jón Rúnar Arason.)
![]() |
Hávarður leggur af stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2011 | 14:56
Leiklistarhæfileikar af skornum skammti
Sumarið 1992 vann ég við kvikmynd sem stórleikarinn Helgi Skúlason lék í. Ég sagði honum frá því að bróðir hans hefði á sínum tíma fermt mig í Bústaðakirkju en ekki tekist að gera mig trúrækinn. Þá sagði Helgi mér að Ólafur væri miklu betri leikari en hann. Ég hugsaði ekki mikið um þetta þá en það rifjaðist upp fyrir mér nokkrum árum síðar.
En líklega er Karl Sigurbjörnsson ekki leikari af guðs náð líkt og þeir bræður Helgi og Ólafur voru.
![]() |
Guðs og góðra manna hjálp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2011 | 09:29
Ungt fólk án framtíðar
Ungt fólk á Spáni hefur svo sannarlega ástæðu til að mótmæla. Atvinnuleysið er í hæstu hæðum og meðal ungs fólks er það á milli 40 og 50%. Líkt og á Íslandi viðgengst spilling og það er ekki nóg að vera með góða menntun til að fá starf við hæfi.
Atvinnulausir á Spáni fá varla bætur sem duga þeim fyrir mat, hvað þá húsaskjóli. Þess vegna kúldrast ungt fólk inni á heimilum foreldra sinna fram eftir aldri og neyðist til að sætta sig við afar þröngan húsakost.
En eins og konan sagði eitt sinn: "Minn tími mun koma", þá er það deginum ljósara að breytinga er þörf á Spáni og að unga fólkið mun ekki sætta sig við fagurgala stjórnmálamanna og svikin loforð.
"Pabbi, ég er búinn að finna mér vinnu."
"Til hamingju, sonur sæll. Hvaða vinna er það?"
"Vinnan þín."
Hvað í ósköpunum varð annars af kröfunni um "Nýja Ísland"?
![]() |
Mótmælt í Madrid |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2011 | 10:42
Alþingi úti að aka
Strax um vorið 2009 var flestum ljóst að svokölluð gengistryggð lán brytu í bága við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Þáverandi viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon, lét slíkt sem vind um eyru þjóta og sagði aðspurður að fólk þyrfti þá bara að leita réttar síns fyrir dómstólum.
Ekki er það nú á allra færi að fara með flókin og erfið mál fyrir dómstóla. Lögfræðikostnaður er himinhár og einnig tæki fólk þá áhættu að ef málið tapaðist yrði það hugsanlega dæmt til að greiða allan málskostnað úr eigin vasa. En vasar skuldugra heimila eru sjaldnast fullir af peningum.
Örfáir aðilar tóku þó slaginn og höfðuðu mál til að fá úrskurð um ólögmæti gengistryggðra lána. Í miðjum klíðum, nánar tiltekið 18. desember 2010, samþykkti Alþingi breytingar á lögum nr. 38/2001 með því yfirlýsta markmiði "að tryggja öllum einstaklingum sem tóku gengisbundin húsnæðislán eða bílalán lægri eftirstöðvar", "að tryggja sanngirni" og "skilvirkt uppgjör skulda". Einnig var skýrt tekið fram í minnisblaði frá ráðuneyti efnahags og viðskipta að álagning dráttarvaxta eða vanskilagjalda við uppgjör væri óheimil.
Frumvarp ráðherrans fór til umfjöllunar í efnahags- og skattanefnd en ekki viðskiptanefnd. Ástæða þess var væntanlega sú að líklegra var talið að frumvarpið fengi skjóta afgreiðslu á þann hátt. En hvers vegna lá svona mikið á? Þurfti að slá stoðum undir vondan málstað fjármálafyrirtækja í miðjum málarekstri? Fjölmörg erindi voru send til nefndarinnar, alls 36, og í sumum þeirra var bent á alvarlegar brotalamir og mjög slæmar afleiðingar fyrir lántakendur, sérstaklega þá sem tekið höfðu húsnæðislán fyrir 2007.
En vinnubrögðin á Alþingi eru oft á tíðum skelfileg og augljóst að nefndarmenn höfðu ekki fyrir því að kynna sér erindin sem þeim voru send. Þáverandi varaformaður efnahags- og skattanefndar, Álfheiður Ingadóttir, hefur trúlega frekar hlustað á rök eiginmanns síns, lögmanns Lýsingar, heldur en álit sérfróðra og annarra sem lögðu á sig mikla vinnu við að senda inn vel rökstudd erindi til nefndarinnar.
Hvort hún hafi eyrun betur opin nú, hálfu ári síðar og sitjandi sem formaður viðskiptanefndar, verður bara að koma í ljós. Hins vegar er það Alþingi til fullkominnar skammar að hafa samþykkt lagabreytingu sem kom svo illilega í bakið á mörgum skuldugum heimilum og setur málin í enn meiri óvissu en áður.
![]() |
Fundur um uppgjör lána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2011 | 11:24
Margt er líkt með líkum
Steingrímur J. barði sér á brjóst í ræðustól Alþingis og sagðist hafa unnið þrekvirki við það að endurreisa gömlu bankana. Og hvernig fór hann að því? Jú, með því að gefa út veiðileyfi á skuldug heimili og láta þau borga fyrir endurreisn fjármálakerfisins.
Sjálfum liði mér heldur skár ef þessi óútfyllti tékki færi í að byggja upp samfélagslega ábyrgt fjármálakerfi með sjálfbær markmið fremur en sama sukkið, enn eina ferðina. En líklega hljómar svoleiðis framtíðartónlist framandi í eyrum stjórnmálamanns sem setið hefur á þingi í 28 ár og rifjað upp kosningaloforðin á 4 ára fresti.
Það merkilega er að fortíðarþrá Steingríms virðist bara falla nokkuð vel í kramið hjá sumum stuðningsmönnum VG, þar með talið mínum gamla félaga Þráni Bertelssyni, sem kosinn var á þing með róttæka stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar að leiðarljósi. En eins og konan sagði: "Margt er líkt með líkum".
Stefnuskrá BH byrjar á umfjöllun um skuldug heimili og fyrirtæki:
Gripið verði þegar í stað til neyðarráðstafana í þágu heimila og fyrirtækja
1. Alvarleg skuldastaða heimilanna verði tafarlaust lagfærð með því að færa vísitölu verðtryggingar fram fyrir hrun hagkerfisins (til janúar 2008). Höfuðstóll og afborganir húsnæðislána lækki til samræmis við það. Raunvextir á verðtryggðum lánum verði að hámarki 23% og afborgunum af húsnæðislánum megi fresta um tvö ár með lengingu lána. Skuldabyrði heimila vegna gengistryggðra íbúðalána verði lagfærð í samræmi við verðtryggð íbúðalán. Í framhaldinu verði gert samkomulag við eigendur verðtryggðra húsnæðislána um að breyta þeim í skuldabréf með föstum vöxtum og verðtryggingarákvæði í lánasamningum verði afnumin.
![]() |
Þrekvirki við endurreisn banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)