Lögreglan handtekur mótmælendur

Á leiðinni heim frá stórfínum mótmælafundinum hitti ég stúlku sem ég þekki. Hún hafði gengið upp Amtmannsstíg ásamt 3 aktífistum og veitt því athygli að óeinkennisklæddur maður virtist vera að elta þau. Skömmu síðar komu 3 lögreglubílar akandi og handtóku aktífistana. Ekki var nein ástæða gefin upp fyrir handtökunni.
 
Ekki líst mér á framgöngu lögreglunnar að undanförnu. Skyldu þeir vera búnir að gleyma því hvernig mótmælendur stilltu sér upp þeim til varnar í vetur?

mbl.is „Stemmningin var góð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúrekar norðursins?

Spænska konan mín stundi hátt þegar ég sagði henni helstu fréttir dagsins. "Are they cowboys?" spurði hún um Grímseyingana sem ætluðu sér að skella alfriðuðum Hnúfubak á grillið á sjómannadaginn. Hún hitti heldur betur naglann á höfuðið því að kvendýr hvala kallast kýr eins margir íslendingar vita.

HnúfubakarÉg velti því hins vegar fyrir mér hvort að Grímseyingar dansi Línudans á sjómannadaginn?


mbl.is Skáru hnúfubakinn úr dræsunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Business as usual

Það þarf ekki að spóla marga mánuði til baka til að rifja upp háværar umræður um gagnsæi í stjórnsýslunni, faglegar ráðningar hjá hinu opinbera og lýðræði en ekkert kjaftæði. Elsti stjórnmálaflokkur landsins fór í naflaskoðun og birtist endurfæddur í holdgervi öldungs á fertugsaldri. Skipt var um formerki í ríkisstjórninni, vinstri í stað hægri, þó svo að sumar aðalpersónurnar fengju áfram að leika lausum hala. "Nýji" var skeytt framan við nöfn bankanna og dælan gangsett á ný. Allt hefur sinn vanagang - business as usual.


mbl.is Ríkisbankarnir þurfa ekki að auglýsa lausar stöður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er RÚV illa við Borgarahreyfinguna?

Það væri of langt mál að rekja hér þá raunalegu sögu sem lýsir því hvernig dagskrárstjórar RÚV reyndu markvisst að fjalla lítið eða af ónákvæmni um Borgarahreyfinguna í aðdraganda kosninganna og ákváðu út frá mjög ólýðræðislegum forsendum að hafa af hreyfingunni einu ókeypis kynninguna sem til stóð að bjóða í Sjónvarpinu. Í einfeldni minni hélt ég að þetta stæði til bóta eftir að hreyfingunni tókst að brjóta hinn illræmda 5% múr og fá fjórar galvaskar manneskjur inn á þing.

NútímaljóðÍ fréttum kl. 18 var því slegið fram að stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn hefði aukist úr 23,7% í 25,1% og að stuðningur við Samfylkinguna hefði að sama skapi minnkað úr 29,8% í 28,4%. Minna var hins vegar gert úr því að stuðningur við Borgarahreyfinguna hefði aukist úr 7,2% í 8,2%. Var það handvömm eða viljandi gert að horfa fram hjá því að fylgisaukning við Borgarahreyfinguna væri tæp 14% á meðan að fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins náði vart 6%? Fréttastjórar RÚV hafa greinilega ekki enn getað kyngt því að Borgarahreyfingin er farin að hafa raunveruleg áhrif og ógnar rótgrónu helmingaskiptakerfi fjórflokksins; kerfinu sem fæðir og klæðir hina íhaldssömu ríkisstofnun.

Í sama fréttatíma kom það skýrt fram að enginn alþingismaður hefði óskað eftir því að hitta Dalai Lama í heimsókn hans hingað til lands. Hins vegar var ekki minnst einu orði á það að Birgitta Jónsdóttir, þingkona Borgarahreyfingarinnar væri formaður félagsins "Vinir Tíbet" og hefði fordæmt kjarkleysi ráðamanna, ekki síst útrásarforsetans. Birgitta mun hitta trúarleiðtogann við tvö ólík tækifæri á morgun og geta félagar í Borgarahreyfingunni amk. borið höfuðið hátt ólíkt flestum öðrum.

Þvílík skömm sem ég hef á svokölluðum þjóðhöfðingja vorum.


mbl.is Stuðningur við stjórnina eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband