Sínum augum lítur hver silfrið

Hversu oft hef ég ekki hringt á fréttastofu RÚV eða sent tölvupóst til að tilkynna um það sem mér finnst fréttnæmt. Sjaldan eða aldrei hef ég fengið nokkur viðbrögð við því.

Í gærkvöldi sat ég félagsfund hjá Borgarahreyfingunni þar sem einn félagsmaður bað um orðið og las upp ádrepu þar sem hann gagnrýndi bæði stjórn hreyfingarinnar og þinghóp fyrir vinnubrögð og skort á lýðræðislegum vinnubrögðum milli þess sem hann hrósaði sömu aðilum fyrir störf sín innan Alþingis og utan. Sumt var að mínu mati réttmæt gagnrýni, annað óréttmætt og inn á milli bæði ýkjur og ósannindi. Út frá þessu spunnust heitar umræður og skiptar skoðanir látnar í ljós en í lok fundarins var ekki annað að sjá en flestir færu sáttir heim.

Fréttastofu "allra landsmanna" finnst það fréttnæmt að fólk innan Borgarahreyfingarinnar skiptist á skoðunum. Á sama tíma er grafalvarlegt ástand á mörgum heimilum og mikil óvissa í fjármálum ríkisins. Margt ungt fólk flýr nú landið í von um bjartari framtíð annars staðar. Útrásarvíkingarnir spóka sig í sólinni á Cannes og hafa engar áhyggjur af "mjög sérstökum" saksóknara efnahagsbrota sem hefur ekki enn haft fyrir því að kalla þá inn til yfirheyrslu. Sínum augum lítur hver silfrið.


mbl.is Átakafundur hjá Borgarahreyfingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margur er knár þótt hann sé smár ...

... gæti bæði átt við þinghóp Borgarahreyfingarinnar og (háttvirtan) 9. þingmann SV-kjördæmis sem er ekki með hæstu mönnum.

Frá fundi í IðnóVissulega er ég ekki hlutlaus aðili en má þó til með að hrósa félögum mínum í Borgarahreyfingunni sem stóðu sig einstaklega vel í jómfrúarræðum sínum. Það er allavega ljóst að það hljóma nýjar raddir í gömlum sölum við Austurvöll. Vonandi tekst þeim að smita út frá sér og auka tiltrú almennings á Alþingi. 

 


mbl.is Vilja afnema verðtryggingu og leiðrétta lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bannað að berja innanfrá!

Bannað að bera að innan!Ég ætla rétt að vona að það hafi verið pantað aukasett af rúðum fyrst svona erfitt er að fá afgreitt gler við hæfi. Reyndar grunar mig að það hefði mátt bíða aðeins lengur með að skipta út brotnu rúðunum, bæði vegna þess aðdráttarafls sem þær hafa á ferðamenn og líka ef ske kynni að byltingin sé ekki dáin og grafin. Ef nýrri ríkisstjórn tekst ekki fljótlega að sannfæra þjóðina um að hún sé að gera allt sem hægt er til að bjarga heimilunum í landinu þá er alveg eins víst að næsta bylting verði ekki kennd við búsáhöld.

mbl.is Skipt um rúður í þinghúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarvírus

Það er nokkuð skuggalegt að sjá nýjan formann Framsóknarflokksins hafa tileinkað sér forna (ó)siði áður en hann tekur sæti á Alþingi. Flestir vissu að innihaldið var óbreytt þó svo að umbúðirnar væru endurnýjaðar en mér hefði ekki dottið í hug að vírusinn væri svo skaðlegur að hann breytti ungum hugsjónarmönnum í forpokuð gamalmenni á 3-4 mánuðum.

Bindisskyldu lokiðSíðast þegar fréttist báru einungis 13 prósent þjóðarinnar virðingu fyrir Alþingi og þeim sem þar sitja. Ég held að Tryggvi Þór og flokksbræður hans hefðu betur mátt einbeita sér að annars konar bindisskyldu!


mbl.is Þingmenn læra góða siði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þarf marga þingmenn til að ...??

Sjóður 9Ég sé að það þykir fréttnæmt að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér saman um nýjan þingflokksformann. Skyldi það vera það eina sem 16 þingmenn hans á fullum launum hafa komið í verk síðan 25. apríl?

Þinghópur Borgarahreyfingarinar var tilneyddur að velja sér þingflokksformann en taldi það ekki fréttaefni. Lesið hér um álit okkar fólks á óþörfum yfirstéttar- og hirðsiðum á nýjum vinnustað.

Borgarahreyfingin með sína 4 þingmenn virðist allavega frá mínum bæjardyrum séð fara mun öflugri af stað en Sjálfstæðisflokkurinn með sína 16:

www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/04/furda_sig_a_ummaelum_radherra

www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/05/05/adgerdir_rikisstjornar_ganga_of_skammt

www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/06/kvarta_til_esa_vegna_orkuverds 

www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/06/setja_thrju_skilyrdi_fyrir_esb_vidraedum 

Til hvaða örþrifaráða skyldi Sjálfstæðisflokkurinn annars grípa til að tefja ESB umræðuna og lýðræðisumbætur?

 


mbl.is Illugi þingflokksformaður sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferskir vindar

Samfylking og VG gengu samstíga til kosninga. Látið var líta út fyrir að lítill sem enginn ágreiningur væri um helstu stefnumál þó svo að allir með fullri meðvitund hafi vitað að himinn og haf bæri á milli í ESB málinu.

Nú hafa steingerðir leiðtogar þessara flokka setið á leynifundum í rúma viku og lítið sem ekkert látið eftir sér hafa um framgang stjórnarmyndunarviðræða. Þó gaf heilög Jóhanna sér augnablik til að senda þjóðinni kaldar kveðjur og hóta því að aðgerðum gegn óréttlætinu (greiðsluverkfalli) yrði mætt af fullri hörku og að fólk sem þannig krefðist almennra mannréttinda yrði sett út í kuldann.

Ég ætla rétt að vona að Jóhanna fari ekki sömu leið og Ingibjörg Sólrún að telja þá sem gagnrýna stefnu stjórnvalda ekki hluta af þjóðinni. Hún virðist allavega lítinn lærdóm hafa dregið af Búsáhaldabyltingunni þar sem m.a. var krafist lýðræðisumbóta, gagnsæi og heiðarlegrar stjórnsýslu auk uppgjörs við spillta fortíð. Sem betur fer mun Borgarahreyfingin sjá til þess að Jóhanna og Steingrímur haldi jarðsambandi við þjóðina sem kaus þau enn eina ferðina á þing. Samtals hafa þau tvö setið 57 ár á Alþingi!


mbl.is Aðgerðir ríkisstjórnar ganga of skammt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband