Ekki spurt um sanngirni

Svokallaðir samningsaðilar, þ.e. forsvarsmenn lífeyrissjóða, fjármálastofnana og ríkisins voru ekkert að fara í launkofa með það hvað "samningurinn" gengur út á:

Jóhanna Sigurðardóttir: "Með þessum aðgerðum og þeim 50 sem fyrir eru þá teljum við að við séum búin að ná utan um vandann. Við vonum það. Við erum búin að ganga eins langt og við mögulega getum, allir aðilar í þessu máli."

Arnar Sigurmundsson, formaður landssamtaka lífeyrissjóða (við spurningunni "Hefði ekkert verið að gert, hvernig metið þið þá að kosnaðurinn hefði verið fyrir lífeyrissjóðina hefði ekki verið neinar aðgerðir vegna vanskila?"): "Við búumst við að sá kostnaður þegar upp er staðið hefði jafnvel verið meiri. Lífeyrissjóðirnir eru ekki að falla frá kröfum sem eru innheimtanlegar. Það er meginmálið."

Árni Páll Árnason: "Þessi aðgerð, hún er miðuð að því að koma skuldsetningu niður í 110% en það er mikið réttlætismál að þá séu allar eignir fólks undir, að fólk geti ekki haldið eignum út úr heildarmyndinni."

Hér er einfaldlega verið að ganga að eigum fólks, svo einfalt er það. Forsendubresturinn er algjör en kröfuhafar ætla ekki að afskrifa neinar aðrar skuldir almennings en þær sem þeir sjá ekki fram á að geta innheimt með einu eða öðru móti. Jóhanna Sigurðardóttir treystir sér ekki til að ganga lengra en á byrjunarreit og sendir ráðdeildarsömu fólki reikninginn. Um Árna Pál ætla ég að hafa sem fæst orð.

Umboðsmaður skuldara afgreiðir 2 mál á dag að jafnaði. Með þessum hraða mun það taka a.a. 100 ár að koma til móts við skuldavanda 50.000 aðila með sértækum hætti. 

"Norræna velferðarstjórnin" er líklegast réttnefni eftir allt þar sem að stórir hópar fólks sjá sér nú þann kost vænstan að flytja búferlum til Norðurlandanna.


mbl.is Hinir ráðdeildarsömu tapa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilji þjóðar eða sérhagsmunir

Ég ætla nú bara láta mér skoðanir nafna míns í léttu rúmi liggja. Hann hefur marglýst yfir skoðun sinni að vera á móti stjórnlagaþingi og því að þörf sé á nýrri stjórnarskrá.

Stjórnlagaþing ætti að íhuga vel að setja tillögur sínar í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi og stjórnmálaflokkarnir komast með krumlurnar í þær. Annars er hætt við að vilji þjóðarinnar verði hunsaður til að vernda sérhagsmuni.


mbl.is Aðeins þrjár leiðir í boði fyrir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskt vegabréf og skjól fyrir Sámi frænda

Julian Assange er Íslandsvinur. Hann dvaldi hér í nokkra mánuði sl. vetur og tók þátt í undirbúningi IMMI. Margir Íslendingar höfðu kynni af honum og hann kom m.a. fram í Silfri Egils. En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrr á þessu ári þegar Julian gat óhræddur gengið um götur og ferðast á milli landa eins og flest okkar hinna.

ÍslandsvinurSámur frændi er samur við sig og nú telja ýmsir "sérfræðingar" á hans vegum að réttast sé að ráða Julian af dögum. Það á semsagt að skjóta sendiboðann enn eina ferðina. Hvorki Julian Assange né Wikileaks hafa stolið viðkvæmum upplýsingum frá utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Ekki er heldur hægt að fullyrða að birting skjalanna hefði vakið svo mikla athygli nema útbreiddir fjölmiðlar hefðu krufið þau til mergjar og birt að eigin frumkvæði. En í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna að betur hefði þurft að passa upp á öryggi viðkvæmra upplýsinga rísa illa upplýstir stjórnmálamenn á hægri kantinum upp og krefjast þess að maðurinn verði hengdur í hæsta gálga. Lifir Villta vestrið enn góðu lífi þarna í Vesturheimi eða hefur fasisminn tekið völd?

Ég held að það skársta sem Íslendingar gætu gert væru að lýsa yfir stuðningi við Julian Assange og bjóða honum pólitískt hæli. Fyrst Bobby Fisher fékk slíkar trakteringar af hálfu ríkisins ætti Julian Assange að fá þær líka. Þannig gætu þeir líka reynt að bæta fyrir misgjörðir sínar

 


mbl.is Assange áfram í felum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband