19.11.2008 | 17:57
Átyllan fundin!
Hér er væntanlega komin átyllan sem beðið var eftir svo hægt væri að losa sig við Davíð án þess að honum væri beinlínis vikið frá. Einhverjir spunameistarar með hagfræðiþekkingu sitja væntanlega sveittir og skrifa greinargerð um mikilvægi þess að sameina þessar stofnanir sem allra fyrst. Almenningur veit hina raunverulegu ástæðu en flestir munu yppta öxlum af gömlum vana enda búnir að kyngja ýmsu bragðvondu glundri á sl. árum.
Að mínu mati getur sitjandi ríkisstjórn ekki mögulega borið ábyrgð á fleiri mistökum en orðin eru. Það stenst engin rök að hún geti tekið stórar ákvarðanir um lausn vandans og framtíð þjóðarinnar. Það er verulega sorglegt að ekki einn einasti ráðherra hafi lýst sig ábyrgan eða beðist afsökunar, hvað þá stjórnendur Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Það verður aldrei nokkur sátt um neina rannsókn á því sem gerst hefur nema því aðeins að sitjandi ráðamenn komi þar hvergi nærri og geti engin áhrif haft á úrvinnslu og aðferðafræði.
Bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking munu gjalda það dýru verði að hafa ekki tekið af skarið strax eftir að Kaupþing féll og gætt þess að ná sem víðtækastri samstöðu um neyðaraðgerðir. Með því gerði ríkisstjórnin illt verra og traustið dvínaði bæði hérlendis og erlendis.
Þjóðin á ekki að þurfa að bíða í algjörri óvissu og vona það besta á meðan að ríkisstjórnarflokkarnir taka sig saman í andlitinu, ræða málin í bakherbergjum eða á landsfundum þar sem innbyrðis deilur munu hæglega geta klofið flokkana sundur!
![]() |
Hugmynd forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2008 | 12:15
Hrollur unaðssemda og ónota

Jónína Bjartmarz.
Halldór Ásgrímsson.
Björn Ingi Hrafnsson.
Guðni Ágústsson.
Árni Magnússon.
Jón Sigurðsson.
Bjarni Harðarson.
Anna Kristinsdóttir.
Marsibil Sæmundardóttir.
Kiddi Sleggja (bónussæti).
![]() |
Bjarni móðgar framsóknarmenn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.11.2008 | 01:39
Þegar öllu er á botninn hvolft...
Þegar öllu er á botninn hvolft er það líklegast happ að ríkisstjórnin og aðrir sökudólgar skuli enn þráast við að taka pokann sinn. Sú orka sem er að leysast úr læðingi meðal fólksins er undursamleg og mun eflaust verða þjóðinni til mikillar gæfu þegar fram líða stundir. Að heyra allt þetta frábæra fólk tjá sig af brennandi ólgu, hreinskilni og óttalaust er eitthvað það ánægjulegasta sem ég hef orðið vitni að lengi.
Þau Gunnar Sigurðsson, Davíð A. Stefánsson og félagar hans eiga mikið hrós skilið fyrir að standa fyrir þessum fundum. Næsti fundur verður haldinn í Háskólabíói og er þá eins gott að ríkisstjórnin, þingmenn og DO láti sig ekki vanta. Það mun verða RÚV til ævarandi skammar ef þeir senda ekki út beint frá þeim fundi í Sjónvarpinu.
![]() |
Stórkostlegur fundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2008 | 14:08
Bréf til RÚV
Ég sendi fyrir stuttu síðan eftirfarandi tölvupóst á Óðinn Jónsson <odinnj@ruv.is>, Pál Magnússon <pall.magnusson@ruv.is>, Sigrúnu Stefánsdóttur <sigruns@ruv.is> og Þórhall Gunnarsson <thorhallur.gunnarsson@ruv.is>:
Góðan dag,
Mig langar að forvitnast hvað þarf fjölmenna mótmælafundi til að RÚV-Sjónvarp sendi beint út frá þeim? Ég minni á að þegar vörubílstjórar mótmæltu við Geitháls var aukafréttatími sendur út beint þaðan.
Á morgun kl. 15 er reiknað með mörg þúsund óánægðum Íslendingum á Austurvöll. Hugsanlega verða þetta fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar. Ætlar Sjónvarp allra landsmanna að verja sjálfstæði sitt eða fylgja þöggunarstefnu stjórnvalda?
Svar óskast.
Með góðri kveðju,
Sigurður H. Sigurðsson.
![]() |
Icesave skuldin 640 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
14.11.2008 | 08:39
Danska þjóðarsálin
Ég var í skóla í Kaupmannahöfn í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Danir reyndust mér yfirleitt vel og voru mjög jákvæðir í garð Íslendinga.
Á þessum árum gekk kreppa yfir Færeyjar og margir Færeyingar fluttust til Danmerkur. Ég man hvað ég var hissa þegar ég fór að heyra Danina tala illa um Færeyingana. Það var talað um þá sem afætur sem flyttust til Danmerkur og færu þar á atvinnuleysisbætur þegar að þeir væru búnir að setja allt í kalda kol heima fyrir. Samt voru Færeyjar hluti af danska konungsríkinu!
Ég held að Íslendingar ættu ekki að búast við góðu af Dönum núna. Sérstaklega ekki eftir allt kaupæðið sem hljóp á íslensku útrásarvíkingana í Kaupmannahöfn.
![]() |
Danir vildu ekki bjarga Íslendingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.11.2008 | 01:00
Til upprifjunar


Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.11.2008 | 13:00
Þau sem heima sitja
"Hafa fulltrúar okkar staðið sig sem skyldi?"
"Treystum við þeim til að sitja áfram við völd?"
Þau sem ekki eru sátt við hlutskipti þjóðarinnar í dag mega til með að taka þátt í mótmælafundunum á Austurvelli. Þetta er ekki í boði einhvers stjórnmálaflokks, Kaupþings Banka eða annarra (eigin)hagsmunaaðila. Mætið, látið rödd ykkar heyrast og tilfinningar sjást. Þau ykkar fullfrísk sem heima sitja eiga tæpast betra skilið!
![]() |
Boða friðsamleg mótmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 09:26
Skortur á lagalegu innsæi?
Ég er svo heppinn að borða morgunmat á hverjum degi með konu sem er doktor í Evrópurétti. Þess vegna fæ ég stundum útskýringar sem maður hefur á tilfinningunni að íslenskir stjórnmálamenn hafi ekki eða vilji í það minnsta ekki láta til fjölmiðla.
"Það er svekkjandi að ekki skyldi koma út úr þessu það sem til stóð" á Árni Mathiesen að hafa sagt. "Við hefðum viljað fá lagalegan grundvöll undir þetta, en vinnubrögðin voru þannig að það var ekki hægt."
Honum finnst það ekki ásættanlegt að gerðardómurinn eigi að skoða aðgerðir íslenskra stjórnvalda í fjármálakreppunni og gefa álit á neyðarlögunum. Varla er hægt að horfa fram hjá því þegar metnar eru forsendur þess að Ísland fylgi ekki skuldbindingum EES samningsins. Ef taka á tillit til sérstakra neyðaraðstæðna á Íslandi þá stenst það vitanlega ekki skoðun að neyðarlögin séu ekki hluti af þeim.
Að niðurstaða gerðardómsins væri ekki bindandi virðist líka koma Árna á óvart. Álit ECJ (Evrópudómstólsins) nr.1/91 segir að ECJ hafi síðasta orðið í túlkun laga fyrir ESB löndin. Þar af leiðandi hlýtur téður gerðardómur að skila úrskurði sem ekki telst bindandi fyrir ECJ. Annað væri óhugsandi og Ísland fær m.ö.o. enga sérmeðferð.
Það hvarlar að manni að hér sé enn ein smjörklípan á ferð. Nú á að kenna ESB um hvernig málum er komið á Íslandi.
![]() |
Deilur vegna Íslands í gerðardóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2008 | 15:59
Ríkisstjórnin er ábyrg!
Ég lýsi ábyrgð á ríkisstjórnina. Það er alveg klárt mál að þeir fulltrúar fólksins í landinu sem brugðust skyldum sínum þurfa að svara fyrir misheppnaðar aðgerðir sínar eða aðgerðaleysi. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt að sömu aðilar þykjast nú vera að finna lausnir út úr eigin klúðri.
5-6 vikur eru liðnar síðan allt fjármálakerfið hrundi og ríkisstjórnin byrjaði á feluleiknum sem ekki sér enn fyrir endann á. Að sjálfsögðu hefði þá strax átt að koma á fót krísustjórn þar sem opið væri fyrir allar góðar hugmyndir þeirra ágætu sérfræðinga sem við eigum. Heildaráætlun um björgunaraðgerðir hefði átt að liggja fyrir í lok október og enginn að velkjast í nokkrum vafa um að skynsamlega væri staðið að öllum aðgerðum.
Fólk verður að fara að vakna og láta heyra í sér. Það er ekki nóg að hanga heima og fjargviðrast yfir ástandinu. Þið sem heima sitjið eigið ef til vill ekki betra skilið!
![]() |
Staðan er grafalvarleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2008 | 11:02
Síðasti Framsóknarmaðurinn
Ég veit svei mér þá ekki hvað Framsóknarflokkurinn ætti til bragðs að taka í baráttu sinni við óumflýjanleg örlög sín. Guðni er eins og síðasti geirfuglinn og væri sennilega best geymdur uppstoppaður í viðhafnarbúningi. Aðrir helstu forkólfar flokksins tengjast spillingarmálum, einkavinavæðingu, klíkuskap, bitlingum, baktjaldamakki og fyrirgreiðslupólitík svo eitthvað sé nefnt.
Nokkur helstu "afrek" flokksins í ríkisstjórn síðustu ára sem hækja íhaldsins snúast um misheppnaða einkavæðingu bankanna, afnám hátekjuskatts og lækkun virðisaukaskatts á þennslutímum, 90% húsnæðislán, stuðning við innrásina í Írak, útsölu á náttúruauðlindum (lowest energy prices), gjaldfellingu umhverfismats, stríð við öryrkja og fatlaða, o.s.frv.

![]() |
Guðni einn á báti? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)