Finndu Finn

Mikið væri nú gaman að lesa svona góðar fréttir um lægra raforkuverð til almennings ef þær kæmu frá hlutlausum aðilum. Jóhannes Geir Sigurgeirsson er höfundur skýrslunnar en hann var um árabil stjórnarformaður Landsvirkjunar. Það embætti fékk hann eftir að hafa fallið af þingi þar sem hann sat fyrir Framsóknarflokkinn.

Síðasta púsliðÞað gefur augaleið að Samorka hafi pantað þessa skýrslu hjá Jóhannesi en Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja, t.d. Landsvirkjun, Landsnet, HS orka, OR, RARIK og margir fleiri. Athygli vekur að öll álfyrirtækin eru einnig "auaaðilar" (hvað sem það nú er), svo og GGE, Jarðboranir, Frumherji, Mannvit og fl. Framsóknarmennskan er allsráðandi en til gamans má nefna að Finnur Ingólfsson er aðaleigandi Frumherja (gegnum Spector ehf) og annar eingetinn framsóknarmaður, Eyjólfur Árni Rafnsson er forstjóri Mannvits (áður VGK-Hönnun) sem einnig á stóran hluta í GGE og Jarðborunum. Auk þess er Eyjólfur Árni stjórnarformaður Geysir Green Energy. Er ekki kominn tími til að rekja þræði Framsóknarflokksins um íslenskt viðskiptalíf? Það skyldi allavega engan undra hver stefna flokksins sé í virkjana- og auðlindamálum!

Hlutverk Samorku er sjálfsagt margþætt en hefur aðallega birst sem áróðursafl fyrir virkjunum og stóriðju (nema hvað). Þar starfa 5 karlkyns framkvæmdastjórar og 3 kvenkyns ritarar svo að segja má að hin "góðu gömlu gildi" séu í hávegum höfð. Lægst setti framkvæmdastjórinn hefur löngum tekið að sér að skrifa greinar í fjölmiðla þar sem hann oft og iðulega fer háðuglegum orðum um þá sem tala fyrir verndun náttúrunnar og afvegaleiða áhrifagjarna fjölmiðla sem birta greinar þeirra athugasemdalaust. Einnig hefur hann gert grín að íbúum Hveragerðis vegna þess að þeir óttast heilsufarsleg áhrif af brennisteinsvetni frá gufuaflsvirkunum á Hellisheiði.

Tveir góðir, ánægðir með dílinn

Ekki ætla ég að draga efni umræddrar skýrslu í efa enda hef ég betra við tímann að gera en að lesa 60 bls. um ágæti orkustefnunnar og það hve heppin við öll erum með Samorku og Framsóknarmenn í nútíð og fortíð.



mbl.is Samorka: Rafmagnsverð lækkar vegna stóriðjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Douze points

Þráinn Bertelsson - douze points. Ég heyrði sem betur fer ekki allar ræðurnar en Þráinn talaði af skynsemi ólíkt flestum hinum - enda hreyfingarlaus með öllu og með engan leikstjóra nema sig sjálfan (naturellement). En skyldi amma hans enn vera á lífi?!?

Flest fólk verður skynsamara með aldrinum nema kannski þeir sem eytt hafa stórum hluta ævinnar á Alþingi eða fengið heilahrörnunarsjúkdóma á byrjunarstigi :o Væri ekki annars snjallt að spara í heilbrigðisþjónustunni með að setja lágmarkaldur á Alþingi 70 ár? Datt engum það í hug?

Svo væri auðvitað hægt að spara í fangelsismálum með að dæma fólk til að vera heima hjá sér og hlusta á beina útsendingu frá Alþingi - verri refsingu væri vart hægt að hugsa sér.

Botnsætið vermir hins vegar rjómabollan Bjarni Ben. Hann ætti betur heima í Kjúklingastræti en á Alþing (IMHO).


mbl.is Þurfum ekki að ræna ömmur okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færri Möllera

Anna Pála er hugsandi manneskja með munninn fyrir neðan nefið og hjartað á réttum stað. Því miður eru allt of fáir hennar líkir í fararbroddi Samfylkingarinnar. Mætti ég biðja um fleira hugsjónafólk og færri Möllera, takk!?

mbl.is Kreppan eins og prump í eilífðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur fær prik

Ögmundur fær stórt prik fyrir að tala tæpitungulaust við fréttamann BBC. Fjárkúgun (blackmail) er rétta orðið yfir framferði Breta og Hollendinga með aðstoð AGS.

Á orðum Össurar mátti líka skilja að líf ríkisstjórnarinnar væri við það að fjara út. Utanþingsstjórn segi ég enn eina ferðina.


mbl.is Segir Breta og Hollendinga fjárkúga Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leppstjórn á hverfanda hveli

RukkarafélagiðÆtli það segi ekki sína sögu að viðbúnaður nú við þingsetningu var margfalt meiri en sést hefur áður? Þrátt fyrir það lét landstjórinn (Franek Rozwadowski, fulltrúi AGS) ekki sjá sig enda fer hann víst ekki út á meðal almennings. Synd og skömm fyrir svokallaða vinstri félagshyggjustjórn sem snúist hefur upp í andhverfu sína.

mbl.is Viðbúnaður vegna þingsetningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minn tími mun koma, en...

Nú krefjumst við þess að íslenskir ráðamenn komi hreint fram og sýni þann manndóm að ræða stöðu alvarlegra mála undanbragðalaust. Löngu er tímabært að sameina krafta og hætta öllu flokkspólitísku þrasi. Óvenjulegir tímar kalla á óvenjulegar lausnir. Utanþingsstjórn skipuð valinkunnu fagfólki og fræðimönnum gæti orðið það sameiningartákn sem við þurfum svo nauðsynlega á að halda á sögulegum tímum sem þessum. Við stöndum á krossgötum og stuðningur þjóðarinnar sjálfrar er forsenda þess að vel fari.

 

Fyrir nokkrum árumÞað er ekki mönnum bjóðandi að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segi réttkjörnum fulltrúum almennings fyrir verkum og setji hagsmuni Breta og Hollendinga ofar hagsmunum Íslendinga sjálfra. Óvissan um það hverjir fara raunverulega með stjórn mála er óþolandi. Sjálfsvirðing þjóðarinnar fylgir ekki sveiflum í efnahag. Nauðsynlegt er að losa hreðjatak AGS og leita aðstoðar Norðmanna með fjárstuðning og baktryggingu auk pólitísks stuðnings frá öðrum Evrópuþjóðum.


Ögmundur Jónasson á heiður skilinn fyrir að taka ekki lengur þátt í ríkisstjórn blekkinga og þvingana. Heilög Jóhanna mætti hins vegar taka sér langt og verðskuldað frí og Steingrímur sömuleiðis.


mbl.is Ekki sanngirni að við borgum, en...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband