Minn tími mun koma, en...

Nú krefjumst við þess að íslenskir ráðamenn komi hreint fram og sýni þann manndóm að ræða stöðu alvarlegra mála undanbragðalaust. Löngu er tímabært að sameina krafta og hætta öllu flokkspólitísku þrasi. Óvenjulegir tímar kalla á óvenjulegar lausnir. Utanþingsstjórn skipuð valinkunnu fagfólki og fræðimönnum gæti orðið það sameiningartákn sem við þurfum svo nauðsynlega á að halda á sögulegum tímum sem þessum. Við stöndum á krossgötum og stuðningur þjóðarinnar sjálfrar er forsenda þess að vel fari.

 

Fyrir nokkrum árumÞað er ekki mönnum bjóðandi að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segi réttkjörnum fulltrúum almennings fyrir verkum og setji hagsmuni Breta og Hollendinga ofar hagsmunum Íslendinga sjálfra. Óvissan um það hverjir fara raunverulega með stjórn mála er óþolandi. Sjálfsvirðing þjóðarinnar fylgir ekki sveiflum í efnahag. Nauðsynlegt er að losa hreðjatak AGS og leita aðstoðar Norðmanna með fjárstuðning og baktryggingu auk pólitísks stuðnings frá öðrum Evrópuþjóðum.


Ögmundur Jónasson á heiður skilinn fyrir að taka ekki lengur þátt í ríkisstjórn blekkinga og þvingana. Heilög Jóhanna mætti hins vegar taka sér langt og verðskuldað frí og Steingrímur sömuleiðis.


mbl.is Ekki sanngirni að við borgum, en...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Sé að Steingrímur er á myndinni að koma til þingsetningar 1881 en þá hafði fréttin um frönsku stjórnarbyltinguna ekki enn borist til Íslands.

Einar Guðjónsson, 1.10.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband