Draugagangur í Valhöll

Ég óttast að Sjálfstæðismenn átti sig þrátt fyrir allt ekki á alvöru málsins.  Þetta snýst ekki um einstakar persónur, Davíð Oddsson eða aðra. Ísland sem við þekktum verður ekki til mikið lengur.

Þegar Geir Haarde og félagar hans í ríkisstjórninni eru búnir að bjarga lífi sjúklingsins (ríkisins) þá verður hlutverki þeirra lokið. Endurhæfingin þarf að fara fram með víðtækri aðkomu fólks úr hinum ýmsu þjóðfélagshópum, s.s. háskólasamfélaginu, atvinnulífinu, menntakerfinu, o.s.frv. Það ríður á að hér verði komið á fót nýju lýðræðissamfélagi þar sem gömlu flokkarnir og stjórnunarhættirnir verða lagðir af og allt þjóðskipulag endurmetið með framtíðina að leiðarljósi.

Þetta verður algjörlega afgerandi fyrir það hvort að hér verði fjölbreytilegt menningarsamfélag eftir 10 ár eða niðurdrepandi verksmiðjunýlenda. Það þarf miklu fremur aðkomu heimspekinga en stjórnmálamenn á þessu stigi málsins.

Nú verður endanlega að kveða niður þennan draug sem óvart fylgdi okkur inn í 21. öldina. Flokkaklíkur, bitlingar, fyrirgreiðslupólitík verktakamafíur og fyrirhyggjulausir útrásarvíkingar mega ekki fá að ráðskast með íslenska þjóð framar. Nú þarf að bretta upp ermar og það eru ekki gömlu stjórnmálamennirnir og flokkstengdir steingervingar sem það eiga að gera.


mbl.is Ekki gagnrýni á Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við ekkert betra skilið?

Eitt af því fáa jákvæða við stöðuna í dag er að stjórnmálin hljóta að fara í algjöra endurnýjun lífdaga. Það er óhugsandi að fólk sætti sig við meira af því sama - þessa þrasgjörnu karla sem stæra sig af stöðugleika og velferð þegar vel árar en eru svo með buxurnar niður um sig strax og á móti blæs.

Af hverju var ekki eðlilega staðið að einkavæðingu ríkisfyrirtækjanna? Hvað var gert við peningana sem fengust fyrir sölu þeirra? Var þeim hyggilega veitt til að auðvelda fólkinu í landinu að lifa og starfa? Hvar er stóra planið??? Það hlýtur t.d. að vera markmið að gera Ísland minna háð innfluttri olíu. Af hverju ekkert raflestarkerfi?

Ætli Héðinsfjarðargöng og hálfbyggt tónlistarhús í miðju Reykjavíkur verði ekki minnisvarði um þessa þaulsetnu stjórnmálamenn sem skömmtuðu sér sérstök lífeyrisréttindi og verðlaunuðu sífellt sig og sína en hirtu lítið um að passa upp á þjóðina sem kaus þá aftur og aftur og aftur og aftur......


mbl.is Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandi VG

Það er sorglegt að sjá hvernig gamlir Allaballar einoka mörg ágæt baráttumál. Umhverfismálin eru t.d. síður en svo einkamál þeirra sem hallast til vinstri. Þegar ég heyrði í morgun að mótmælendur hyggðust syngja Nallann fyrir utan Seðlabankann steinhætti ég við að mæta.

Á tímabili kaus ég VG vegna stefnu þeirra í umhverfismálum. Því lauk hins vegar eftir að ég mætti á fund hjá þeim þar sem ESB var aðalumræðuefnið. Ragnar Arnalds talaði þar út í eitt um óteljandi galla við ESB-aðild en gat ekki nefnt einn einasta kost þegar ég spurði eftir því. Ekki einu sinni að taka upp Evru sem gjaldmiðil!


mbl.is Mótmælt fyrir utan Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband