Sýningin heldur áfram

Fyrir Alþingi liggur frumvarp um breytingar á kosningalögum þar sem gert er ráð fyrir að flokkarnir leggi fram óraðaða lista í sveitastjórnarkosningunum í vor. 15 nöfn í stafrófsröð eiga að vera á hverjum framboðslista í Reykjavík og kjósendum er ætlað að raða frambjóðendum í þá röð sem þeim hugnast best. Allir kjósendur Sjálfstæðisflokksins fengju þannig í sameiningu að ráða því hvaða oddviti leiddi listann og hverjir skipuðu sæti borgarfulltrúanna.

Sýningin heldur áframÞetta hugnast hins vegar Sjálfstæðisflokknum ekki því að með þessu móti færast völd frá flokknum til kjósenda. Búið er að ákveða að Hanna Birna leiði listann og tæplega munu fleiri en 5000 manns kjósa í prófkjörinu (sumir hverjir stuðningsmenn annarra flokka) og þannig fá sárafáir að ráða því hverjir ráða lögum og lofum í Reykjavík næstu 4 árin.

Á Alþingi tala ýmsir hins vegar um að ekki megi flýta sér of mikið í svo mikilvægu máli enda "stutt til kosninga". Það eru hins vegar tæpir 6 mánuðir til kosninga og hvorki fleiri né færri en 3 ríkisstjórnir hafa sett framvarpið í málefnasamninga sína á árinu 2009. Lýðræðisumbætur eru hins vegar nokkuð sem enginn fjórflokkanna hefur raunverulegan áhuga á og reyndar mætti hrósa Sjálfstæðisflokknum fyrir það að vera sá eini þeirra sem veifar ekki merkingarlausum loforðum í þessa átt.

Svo spái ég því að Hanna Birna verði næsti formaður FLokksins, jafnvel fyrr en varir.


mbl.is 18 í prófkjöri Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt orð að sönnu, hvert og eitt einasta.

lydur arnason (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 06:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband