8.12.2009 | 11:49
Sem betur fer er ekkert eignarhald á Netinu
Það er ánægjulegt að lesa að netnotkun sé mest á Íslandi meðal Evrópubúa. Á Netinu er nefnilega hægt að nálgast upplýsingar sem íslenskir fjölmiðlar kjósa að hafa hljótt um. Hefðbundnum fjölmiðlum er því miður ekki lengur treystandi sökum þess að eignarhald og pólitísk ítök skipta þar öllu máli. Auk þess á máltækið "geymt en ekki gleymt" ágætlega við um Netið og það sem þar leynist.
Tökum sem dæmi nýlegar fyrirspurnir ákveðins hóps fólks til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og þau svör sem fulltrúar hans gáfu, sjá hér. Hér er í raun stórfrétt á ferðinni sem fjölmiðlar kjósa að hafa hljótt um.
Önnur minni frétt sem ekki er hægt að lesa sér til um í "blaði allra landsmanna" varðar breytingar í hluthafahópi Árvakurs, útgáfufyrirtækis Moggans. Ýmsum útgerðarmönnum og öðrum klíkubræðrum var afhentur Mogginn framar almenningshlutafélagi sem einnig gerði tilboð í flakið. Þau fengu 83% söluverðsins að láni frá endurfjármögnuðum ríkisbanka í nafni hlutafélagsins Þórsmerkur. Rekstur Árvakurs mun augljóslega ekki standa undir sér eins og málin hafa þróast og enn og aftur mun þetta endemis lið hlaupa burt frá skuldsettu fyrirtæki án þess að bera á því ábyrgð. Almenningur mun hins vegar þurfa að borga fyrir endurfjármögnun bankans og viðskiptavinir Íslandsbanka líklega fyrir tapið. En þetta er auðvitað ekki talið fréttnæmt í Hádegismóum.
Allt þetta gerist í stjórnartíð ráðvilltrar vinstri stjórnar sem virðist ekki ætla að bera gæfu til að taka neinar réttar ákvarðanir. Við hin sem ekki erum í neinni klíku, munum þurfa að láta þetta yfir okkur ganga aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og
Netnotkun mest á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.