BH berst fyrir auknu íbúalýðræði

Ég held að borgarbúar og landsmenn yfirleitt ættu að velta því aðeins fyrir sér hvort að hagsmunamál íbúa og hagsmunamál stjórnmálaflokka fari yfirleitt saman. Í fréttum dagsins í dag er t.d. fjallað um nýja fyrirhugaða flugstöðvarbyggingu í Vatnsmýrinni.

VatnsmýrinÞarna mun samkvæmt þessu á einu besta og eftirsóknarverðasta svæði landsins vera samankomin gríðarstór spítali fyrir allt höfuðborgarsvæðið, tveir stórir háskólar, innanlandsflugvöllur og samgöngumiðstöð. Það munu fleiri tugir þúsunda þurfa að leggja leið sína á þetta svæði á degi hverjum, flestir á einkabílum. Þetta mun vafalaust enn auka við rykmengun, hávaðamengun og umferðartafir.

Svo virðist það alltaf gleymast í umræðunni að það var jú kosið um framtíð flugvallarins árið 2001. Aldrei þessu vant fékk almenningur að segja sína skoðun með beinni kosningu um framtíðarskipulag flugvallarsvæðisins. Þó svo að munurinn hafi ekki verið mikill með og á móti flugvellinum var þó meirihlutinn sem vildi hann burt.

Hvers vegna ekki að endurtaka þessa kosningu í vor samhliða sveitastjórnarkosningum og gera úrslitin bindandi? Svar: Fjórflokkurinn vill ekki aukið íbúalýðræði því að það minnkar ítök sérhagsmunaafla.

 


mbl.is Borgarahreyfingin setur skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Siggi.

Eins og þú bendir á, hefur verið kosið um framtíð svæðisins. Ef það á ekki að taka tillit til vilja fólksins, til hvers þá að vera að standa í þessu veseni að hugsa hvað við viljum og síðan kjósa um það.

Rísið upp og látið ekki traðka niður á ykkur.

p.s. ert þú ekkert á leiðinni á Bloggheima ?

Lilja (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband