Ekkert fyndið lengur

Borgarfulltrúar fá álagsgreiðslur fyrir að vinna vinnuna sína!?! Þetta er hreinlega ekki fyndið. Það hefur sýnt sig að einungis er um hlutastarf að ræða þar sem að borgarfulltrúar hafa samtímis getað setið á Alþingi eða jafnvel á ráðherrastól, nú eða stundað nám við erlenda háskóla. Svo sitja þeir í stjórnum almenningsfyrirtækja (væntanlega á venjulegum vinnutíma) og fá aukalega greitt fyrir það og svo fá þeir vitaskuld ýmsan tilfallandi kostnað við hitt og þetta greiddan sem almenningur þarf að kreista af ört minnkandi launum sínum eftir skatta.

Ertu með (óráði)?Allavega er það á hreinu að núverandi ástand er móðgun við heilbrigða skynsemi. Það er mikill lýðræðishalli fólginn í því að kjósa of fáa fulltrúa í sveitarstjórnir og leyfa þeim svo sjálfum að vasast með skipanir í nefndir og ráð. Hvers vegna leyfum við fjórflokknum endalaust að ráðskast með öll okkar mál?

Ég vil hreinlega ganga svo langt að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í eitt eða tvö og fjölga í leiðinni lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Í dag eru þeir 70 samtals í 8 sveitarfélögum, sjá hér. Það mætti hæglega ná fram töluverðum sparnaði í leiðinni með því að skilgreina setur í bæjarstjórnum sem hlutastarf eða greiða fyrir hvern fund fyrir sig og sleppa þessum fjölmörgu bitlingum.

Lykilatriðið er að fá sem flesta að ákvarðanatökum og auka lýðræði, gegnsæi og ábyrgð borgaranna. Það er töluvert af fólki sem notar frítíma sinn án nokkurrar þóknunar í að reyna að hafa áhrif í gegn um hverfasamtök og hagsmunasamtök en með mjög takmörkuðum árangri, því miður.

Hversu lengi lætur fólk þetta svínarí viðgangast?


mbl.is Allt að 900 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Alveg rétt hjá þér, held raunar að aðeins eigi að reka skólasamlag og tryggingasamlag og vera svo sem bókasafns og menningarfélag. Allar ákvarðanir um skipulag má taka í rafrænum kosningum. Í raun á að skera niður allan þennan milliliðakostnað sem sveitarfélögin eru að langmestu leyti.

Einar Guðjónsson, 11.11.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband