Á flótta undan skilanefndinni

Í gær var haft eftir Ragnari Jörundssyni sveitarstjóra Vesturbyggðar og sérlegum aðdáanda rússneskra fjárfesta að "hann vilji ekki til þess hugsa að féð svelti í hel eða hrapi af klettum í vondum veðrum".

Á flótta undan skilanefndinni20 manns voru sendir á fjallið í þeim tilgangi að smala hinu villta sauðfé en "björgunin" tókst ekki betur en svo að 5 ferfætlingar hoppuðu fram af klettum frekar en að eiga orð við fjall-skilanefndina.

Það er skrýtið til þess að hugsa að aðkreppt sveitarfélög í fjárþröng skuli hafa efni á svona ævintýramennsku og láti sér slétt standa á sama um almenningsálitið. Eru skilanefndirnar líka farnar að stjórna hver lifir eða deyr?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband