Skinheilagur innherjasvikari?

Þá er búið að loka bloggsíðu "Litla landsímamannsins" (Halldórs Egilssonar). Hann lét eitthvað flakka um meint innherjaviðskipti Baldurs Guðlaussonar sem féll ekki í kramið í Hádegismóum.

Um Baldur sem persónu veit ég mest lítið. Hins vegar er það engan veginn boðlegt að mokað sé undir hann 15 mánaða launum aukalega fyrir að hætta sjálfviljugur í starfi og því síður fyrst hann er grunaður um ólögleg innherjaviðskipti. Eru engin takmörk fyrir því hversu mikið á að misbjóða réttlætiskennd venjulegs fólks?

Getur ekki einhver sent mér afrit af færslu Halldórs sem hann kallaði "Skinheilagur innherjasvikari" hér í athugasemd? Það væri mér sársaukalaust ef Mogginn lokaði blogginu mínu enda er hvort eð er búið að eyðileggja samfélagið hér á mbl.is


mbl.is Baldur lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Jón

Er ekki réttara að kalla þetta launað leyfi út samningstímann, auk 3 mánaða viðbótarlauna?

Starfslokasamingar með tilheyrandi biðlaunum eru sjaldan svona ríflegir...

Einar Jón, 24.10.2009 kl. 06:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband