15.9.2009 | 10:05
Samningurinn við Magma tekinn fyrir í dag kl. 14
Í dag klukkan 14 tekur Borgarstjórn Reykjavíkur fyrir samninginn um sölu HS til Magma Energy. Hægt er að fylgjast með á pöllum ráðhússins eða hlusta á beina útsendingu á heimasíðu Reykjavíkurborgar.
Það er hræðileg mótsögn að á sama tíma og rafvæðing bílaflota landsmanna er í sjónmáli skuli yfirráðarétti yfir auðlindum okkar komið í hendur erlendra aðila og það fyrir slikk. Látum ekki óprúttna peningamenn og vanhæfa stjórnmálamenn ræna okkur til frambúðar!!!
"Samkvæmt útreikningum Orkuseturs gætu Íslendingar sparað rúmlega einn milljarð króna í gjaldeyri í hverjum mánuði með því að hætta að nota influtta olíu og bensín á bílaflotann og skipta yfir í innlenda orkugjafa svo sem rafmagn og metan."
Milljarðatap Gagnaveitunnar | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.