14.9.2009 | 09:13
Yfirlýsing stjórnar BH
Nýkjörin stjórn Borgarahreyfingarinnar hittist í gær ásamt flestum varamönnum í stjórn, m.a. til þess að skipta með sér verkum og senda frá sér ályktun. Hún fer hér á eftir. Stjórnin er að mínu mati skipuð hæfu og samhentu fólki sem líklegt má telja að komi starfi hreyfingarinnar til góða. Það er von stjórnarmanna að sátt muni nást um starfið innan hreyfingarinnar allrar.
Yfirlýsing stjórnar Borgarahreyfingarinnar:
Nýkjörin stjórn Borgarahreyfingarinnar harmar þær deilur sem staðið hafa hreyfingunni fyrir þrifum að undanförnu. Meðlimir nýrrar stjórnar eru staðráðnir í að leggja allar deilur til hliðar og leysa úr ágreiningsefnum. Verkefnin eru ærin og mun ný stjórn leggja áherslu á að sinna þeim málum sem henni ber, að hlúa að grasrótarstarfi hreyfingarinnar og virkja félagsmenn hennar. Nýjar og mikið endurbættar samþykktir hreyfingarinnar líta nú dagsins ljós og vonumst við til þess að allir félagar geti starfað samkvæmt þeim.
Fundir stjórnar verða öllum félögum opnir. Stjórnin hefur skipt með sér verkum á eftirfarandi hátt:
Valgeir Skagfjörð formaður
Heiða B. Heiðarsdóttir varaformaður
Sigurður Hr. Sigurðsson ritari
Meðstjórnendur:
Ingifríður Ragna Skúladóttir
Gunnar Sigurðsson
Guðmundur Andri Skúlason
Lilja Skaftadóttir
Varamenn:
Björg Sigurðardóttir gjaldkeri
Ásthildur Jónsdóttir
Bjarki Hilmarsson
Örn Sigurðsson
Birgir Skúlason
Jón Kr. Arnarson
Ingólfur Harri Hermannsson
Átökin skaða hreyfinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.